Íslenski boltinn

Arnar heldur áfram í fótbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Blikar glöddust í dag þegar tilkynnt var að Arnar Grétarsson hefði ákveðið að skrifa undir nýjan eins árs samning við Breiðablik.

Hinn 37 ára gamli Arnar var í lykilhlutverki hjá bikarmeisturum Blika síðasta sumar. Reynsla hans reyndist ómetanleg við hlið hinna ungu og efnilegu leikmanna liðsins.

Arnar hefur spilað með Blikum í fjögur ár eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×