Innlent

TIME: Íslensk tíska blómstrar í bankahruninu

Bára Hólmgeirsdóttir fatahönnuður.
Bára Hólmgeirsdóttir fatahönnuður.

Tímaritið Time fjallar um óvæntan vöxt íslenskrar tísku eftir bankahrunið á heimasíðu sinni og ræðir við nokkra íslenska búðareigendur á Laugveginum. Meðal annars er rætt við Báru Hólmgeirsdóttur, fatahönnuð sem rekur búðina Aftur. Hún segir í viðtalinu að hönnuðir hafi hagnast á hruninu.

„Það fer enginn til útlanda lengur og afleiðingin er sú að fólk verslar heima. Við höfum raunar tvöfaldað söluna okkar," segir Bára um jákvæðar hliðar hrunsins í viðtali við Time.

Dúsa Ólafsdóttir, hönnuður og eigandi búðarinnar Fabelhaft, tekur í sama streng og Bára. Búðin hennar opnaði fyrir skömmu á Laugaveginum, eftir hrun og Dúsa segir það eitt mesta heillaskref sem hún tók hafi verið að opna fatabúð eftir bankahrun. Hún segir að það hafi verið ótrúlega dýrt að reka verslun á Laugaveginum fyrir hrun en það hafi breyst til muna.

Fatahönnunarneminn Rakel Sólrós segir í viðtali við Time að hrunið hafi verið frelsandi fyrir listnema eins og hana sjálfa. Áður hafi fólk spurt hana hneykslað hvort hún ætlaði í alvörunni að læra fatahönnun og vinna við hana. Það viðmót hefur breyst í dag að mati Rakelar. Hún segir að þó það sé erfiðara að nálgast lán þá sé fólk tilbúið að leggja mun meira á sig en áður.

Fyrir áhugasama þá má lesa umfjöllunina í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×