Ræktar tóbak og grasker 25. júní 2009 03:30 Orri Freyr Telur að Íslendingar gætu með tímanum orðið sjálfbær þjóð. Í Skorradal hafa nokkrir starfsmenn Skógræktar ríkisins tekið sig til og gera nú tilraunir með að rækta grasker, tóbak og maís hér á landi. Orri Freyr Finnbogason og samstarfsmenn hans hjá Skógrækt ríkisins stunda ýmis konar tilraunastarfsemi þegar kemur að nytja- og matjurtarækt. Auk þess að rækta hefðbundið grænmeti, líkt og kartöflur og gulrætur, hafa þeir meðal annars gert tilraunir til að rækta tóbak, baunir og maís. „Ég hef verið mikið á Spáni og komst þar í kynni við fólk sem hefur eiginlega sagt sig úr samfélaginu og stundar sjálfsþurftarbúskap í Píreneafjöllunum. Þau voru með sérstakan sáðbanka sem ég fékk aðgang að og ég tók eitthvað af fræjum með mér heim. Mér finnst veður- og gróðurfar þarna í Píreneafjöllunum ekki svo ólíkt því sem gerist hér á Íslandi þannig ég held að það sé ekki spurning að eitthvað af þessum fræjum eigi eftir að vaxa og dafna hér,“ segir Orri Freyr en hann telur að Íslendingar gætu með tíð og tíma orðið næstum sjálfbær þjóð. „Mér þykir samfélagið komið á undarlega braut þegar fólk þarf að vinna átta tíma á dag bara til þess að eiga fyrir mat og húsaskjóli. Þarna er fólk að horfa til aukinna lífsgæða í formi frítíma sem það getur eytt með fjölskyldu og vinum eða til að sinna áhugamálum. Mér fannst þetta mjög heillandi allt,“ segir Orri. Á ferðum sínum um Spán kynntist Orri Freyr ýmsum kynlegum kvistum og bjó meðal annars hjá áttræðum, heyrnalausum manni sem kenndi honum þá hættulegu iðju að veiða villisvín. „Hann kenndi mér meðal annars að búa til villisvínagildrur og hvernig hægt væri að finna þau með því að skoða börkinn á trjánum og rýna í sporin sem þau skilja eftir sig. Villisvín eru mjög hættuleg dýr og maður þarf því að passa sig mjög vel við veiðarnar, en kjötið af þeim er algjört lostæti.“ Aðspurður segir Orri að honum hafi ekki þótt erfitt að aðlaga sig að breyttum lifnaðarháttum en að honum hafi þótt erfiðast að vera án rennandi vatns. „Ég saknaði heita vatnsins og stundum gat orðið ansi kalt, en þetta venst eins og allt annað,“ segir Orri að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Í Skorradal hafa nokkrir starfsmenn Skógræktar ríkisins tekið sig til og gera nú tilraunir með að rækta grasker, tóbak og maís hér á landi. Orri Freyr Finnbogason og samstarfsmenn hans hjá Skógrækt ríkisins stunda ýmis konar tilraunastarfsemi þegar kemur að nytja- og matjurtarækt. Auk þess að rækta hefðbundið grænmeti, líkt og kartöflur og gulrætur, hafa þeir meðal annars gert tilraunir til að rækta tóbak, baunir og maís. „Ég hef verið mikið á Spáni og komst þar í kynni við fólk sem hefur eiginlega sagt sig úr samfélaginu og stundar sjálfsþurftarbúskap í Píreneafjöllunum. Þau voru með sérstakan sáðbanka sem ég fékk aðgang að og ég tók eitthvað af fræjum með mér heim. Mér finnst veður- og gróðurfar þarna í Píreneafjöllunum ekki svo ólíkt því sem gerist hér á Íslandi þannig ég held að það sé ekki spurning að eitthvað af þessum fræjum eigi eftir að vaxa og dafna hér,“ segir Orri Freyr en hann telur að Íslendingar gætu með tíð og tíma orðið næstum sjálfbær þjóð. „Mér þykir samfélagið komið á undarlega braut þegar fólk þarf að vinna átta tíma á dag bara til þess að eiga fyrir mat og húsaskjóli. Þarna er fólk að horfa til aukinna lífsgæða í formi frítíma sem það getur eytt með fjölskyldu og vinum eða til að sinna áhugamálum. Mér fannst þetta mjög heillandi allt,“ segir Orri. Á ferðum sínum um Spán kynntist Orri Freyr ýmsum kynlegum kvistum og bjó meðal annars hjá áttræðum, heyrnalausum manni sem kenndi honum þá hættulegu iðju að veiða villisvín. „Hann kenndi mér meðal annars að búa til villisvínagildrur og hvernig hægt væri að finna þau með því að skoða börkinn á trjánum og rýna í sporin sem þau skilja eftir sig. Villisvín eru mjög hættuleg dýr og maður þarf því að passa sig mjög vel við veiðarnar, en kjötið af þeim er algjört lostæti.“ Aðspurður segir Orri að honum hafi ekki þótt erfitt að aðlaga sig að breyttum lifnaðarháttum en að honum hafi þótt erfiðast að vera án rennandi vatns. „Ég saknaði heita vatnsins og stundum gat orðið ansi kalt, en þetta venst eins og allt annað,“ segir Orri að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira