Umfjöllun: Tryggvi stal senunni í áttunda sigri FH í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2009 19:00 Tryggvi Guðmundsson skoraði bæði mörk FH í kvöld. Mynd/Valli Íslandsmeistarar FH unnu 2-0 sigur á Fram á Laugardalsvelli í kvöld þar sem varamaðurinn Tryggvi Guðmundsson stal senunni og skoraði bæði mörk gestanna. Tryggvi kom inn á sem varamaður fyrir Alexander Söderlund á 9. mínútu og nýtti tækifærið vel. FH-ingar eru nú búnir að vinna átta leiki í röð í Pepsi-deildinni síðan þeir töpuðu gegn Keflvíkingum í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Það var í raun ótrúlegt að staðan í leiknum hafi enn verið markalaus í hálflelik en Íslandsmeistararnir hreinlega óðu í færum, sérstaklega um miðbik hálfleiksins. Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram og varði oft á tíðum stórglæsilega. Þar að auki átti Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skot í slá og virtist lánleysi FH-inga algert. En þeir gáfust ekki upp og hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Það tók þá ekki nema rúmar tvær mínútur að brjóta ísinn og var Tryggvi þar að verki. Guðmundur Sævarsson átti sendingu fyrir markið og náði Tryggvi að hrista af sér Auðun Helgason og stýra boltanum í netið. Seinna markið var keimlíkt því fyrra. Tryggvi vann sjálfur boltann á miðju vallarins og barst knötturinn á Matthías Vilhjálmsson sem átti fasta sendingu fyrir markið. Þar var Tryggvi aftur mættur á fjarstöng og aftur stýrði hann knettinum í autt markið. Yfirburðir FH-inga voru algerir fyrstu 60 mínútur leiksins. Þá gerðu Framarar tvöfalda skiptingu og Ívar Björnsson kom inn á í sóknina. Hann átti langhættulegasta færi þeirra bláklæddu er hann lét Daða Lárusson verja frá sér úr góðu færi eftir laglegan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar. Nær komust þeir þó ekki og niðurstaðan 2-0 sigur FH sem hefur nú þar að auki haldið hreinu í fjórum leikjum í röð. Þeir virðast hreinlega óstöðvandi og sýndu enn og aftur hversu þrautsegir þeir eru. Þeir héldu ótrauðir áfram, sama hvað á gekk. Framarar náðu ekki að fylgja eftir góðum 3-0 sigri á KR en liðið náði þó að köflum að setja saman ágætar sóknir þó svo að það vantaði mikið upp á að klára þær með þokkalegri marktilraun. Fram – FH 0-2 0-1 Tryggvi Guðmundsson (48.) 0-2 Tryggvi Guðmundsson (51.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 903 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6)Skot (á mark): 8-22 (2-15)Varin skot: Hannes 12 - Daði 2.Horn: 3-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 1-1Fram (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson 8 Daði Guðmundsson 5 Auðun Helgason 7 Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 5 Heiðar Geir Júlíusson 6 (76. Joseph Tillen -) Halldór Hermann Jónsson 5 Ingvar Þór Ólason 5 (62. Jón Orri Ólafsson 5) Paul McShane 4 Almarr Ormarsson 4 (62. Ívar Björnsson 6) Hjálmar Þórarinsson 6FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Guðmundur Sævarsson 8 Pétur Viðarsson 7 Tommy Nielsen 8 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 6 Matthías Vilhjálmsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 (90. Björn Daníel Sverrisson -) Atli Guðnason 7 Alexander Söderlund –(9. Tryggvi Guðmundsson 8) – maður leiksins Atli Viðar Björnsson 5 (72. Matthías Guðmundsson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hannes: Doði yfir okkur Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram í kvöld en náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur FH á Laugardalsvellinum. 25. júní 2009 22:43 Heimir: Ánægður með Tryggva Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Fram í kvöld en þetta var áttundi sigurleikur FH í deildinni í röð. 25. júní 2009 22:36 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Íslandsmeistarar FH unnu 2-0 sigur á Fram á Laugardalsvelli í kvöld þar sem varamaðurinn Tryggvi Guðmundsson stal senunni og skoraði bæði mörk gestanna. Tryggvi kom inn á sem varamaður fyrir Alexander Söderlund á 9. mínútu og nýtti tækifærið vel. FH-ingar eru nú búnir að vinna átta leiki í röð í Pepsi-deildinni síðan þeir töpuðu gegn Keflvíkingum í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Það var í raun ótrúlegt að staðan í leiknum hafi enn verið markalaus í hálflelik en Íslandsmeistararnir hreinlega óðu í færum, sérstaklega um miðbik hálfleiksins. Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram og varði oft á tíðum stórglæsilega. Þar að auki átti Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skot í slá og virtist lánleysi FH-inga algert. En þeir gáfust ekki upp og hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Það tók þá ekki nema rúmar tvær mínútur að brjóta ísinn og var Tryggvi þar að verki. Guðmundur Sævarsson átti sendingu fyrir markið og náði Tryggvi að hrista af sér Auðun Helgason og stýra boltanum í netið. Seinna markið var keimlíkt því fyrra. Tryggvi vann sjálfur boltann á miðju vallarins og barst knötturinn á Matthías Vilhjálmsson sem átti fasta sendingu fyrir markið. Þar var Tryggvi aftur mættur á fjarstöng og aftur stýrði hann knettinum í autt markið. Yfirburðir FH-inga voru algerir fyrstu 60 mínútur leiksins. Þá gerðu Framarar tvöfalda skiptingu og Ívar Björnsson kom inn á í sóknina. Hann átti langhættulegasta færi þeirra bláklæddu er hann lét Daða Lárusson verja frá sér úr góðu færi eftir laglegan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar. Nær komust þeir þó ekki og niðurstaðan 2-0 sigur FH sem hefur nú þar að auki haldið hreinu í fjórum leikjum í röð. Þeir virðast hreinlega óstöðvandi og sýndu enn og aftur hversu þrautsegir þeir eru. Þeir héldu ótrauðir áfram, sama hvað á gekk. Framarar náðu ekki að fylgja eftir góðum 3-0 sigri á KR en liðið náði þó að köflum að setja saman ágætar sóknir þó svo að það vantaði mikið upp á að klára þær með þokkalegri marktilraun. Fram – FH 0-2 0-1 Tryggvi Guðmundsson (48.) 0-2 Tryggvi Guðmundsson (51.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 903 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6)Skot (á mark): 8-22 (2-15)Varin skot: Hannes 12 - Daði 2.Horn: 3-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 1-1Fram (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson 8 Daði Guðmundsson 5 Auðun Helgason 7 Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 5 Heiðar Geir Júlíusson 6 (76. Joseph Tillen -) Halldór Hermann Jónsson 5 Ingvar Þór Ólason 5 (62. Jón Orri Ólafsson 5) Paul McShane 4 Almarr Ormarsson 4 (62. Ívar Björnsson 6) Hjálmar Þórarinsson 6FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Guðmundur Sævarsson 8 Pétur Viðarsson 7 Tommy Nielsen 8 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 6 Matthías Vilhjálmsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 (90. Björn Daníel Sverrisson -) Atli Guðnason 7 Alexander Söderlund –(9. Tryggvi Guðmundsson 8) – maður leiksins Atli Viðar Björnsson 5 (72. Matthías Guðmundsson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hannes: Doði yfir okkur Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram í kvöld en náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur FH á Laugardalsvellinum. 25. júní 2009 22:43 Heimir: Ánægður með Tryggva Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Fram í kvöld en þetta var áttundi sigurleikur FH í deildinni í röð. 25. júní 2009 22:36 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Hannes: Doði yfir okkur Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram í kvöld en náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur FH á Laugardalsvellinum. 25. júní 2009 22:43
Heimir: Ánægður með Tryggva Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Fram í kvöld en þetta var áttundi sigurleikur FH í deildinni í röð. 25. júní 2009 22:36