Íslenski boltinn

Jónas Guðni: Boltinn fór eins og segull á hausinn á Baldri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jónas Guðni Sævarsson.
Jónas Guðni Sævarsson. Mynd/Daníel

„Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Vorum meira með boltann og þeir sköpuðu sér sama og ekki neitt. Við vorum skipulagðir og þéttir þegar þeir voru með boltann," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir 2-0 sigur KR á Grindavík.

„Við klárum leikinn með hornspyrnum en við vorum einmitt búnir að fara vel yfir það hvernig við ætluðum að útfæra þær. Boltinn fór svo bara eins og segull á hausinn á Baldri í bæði skiptin. Þetta var flottur leikur af okkar hálfu," sagði Jónas Guðni.

Hann hefur verið orðaður við Halmstad en hann æfði með liðinu á dögunum. Staða þeirra mála hefur ekkert breyst.

„Þetta var ekki minn síðasti leikur fyrir KR. Ég hef ekkert heyrt frá Halmstad en veit að þeir ætla að gera eitthvað á næstu dögum enda eru forráðamenn félagsins að koma úr fríi. Við sjáum svo hvað setur," sagði Jónas að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×