Enski boltinn

Hiddink hrifinn af Bretum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hiddink er hress.
Hiddink er hress. Nordic Photos/Getty Images

Guus Hiddink segist skemmta sér konunglega í London og ljóst að hann er talsvert léttari á bárunni en margur heldur.

Hollendingurinn segist vera mjög hrifinn af því hversu létt Bretar taka sjálfa sig og er einnig hrifinn af breskum húmor. Er hann til að mynda mikill aðdáandi Monty Python og The Office.

„Ég elska London og finnst gott að vera hér. Bretar heilla mig líka en hér taka menn sig mátulega alvarlega. Geta horft í spegil og gert grín að sjálfum sér," sagði Hiddink léttur.

Hann kynntist bresku hugarfari þegar hann leigði íbúð með George Best þegar þeir léku báðir með San Jose Earthquakes í bandaríska boltanum.

„Breska hugarfarið er magnað. Hér leggja menn sig rúmlega 100 prósent fram en hafa einnig gaman og gera mikið grín hver að öðrum. Það líkar mér," sagði Hiddink.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×