Innlent

Stórtækur innbrotsþjófur úrskurðaður í gæsluvarðhald

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þýfið sem fannst.
Þýfið sem fannst.
Karlmaður á þrítugsaldri var í morgun úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. september. Maðurinn var handtekinn í gær eftir að mikið magn af þýfi fannst í íbúð hans í Kópavogi.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun virðist sem stærstur hluti þýfisins sé úr innbrotum á heimili. Þarna voru heilu skartgripaskrínin, hringar, armbönd, perlufestar, úr og men.

Einnig á annan tug fartölva, myndavélar og annað sem auðvelt er að koma í verð. Verðmæti munanna er talið hlaupa á milljónum króna.




Tengdar fréttir

Verðmætt þýfi fannst við húsleit í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann gríðarlega mikið magn þýfis í gær. Karlmaður á þrítugsaldri, sem er af erlendu bergi brotinn, var handtekinn og verður að líkindum farið fram á gæsluvarðhald yfir honum í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×