Enski boltinn

Benitez ekki í deilum við eigendur Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur neitað þeim orðrómi að hann eigi í deilum við eigendur félagsins.

Enskir fjölmiðlar fullyrtu í dag að Benitez hefði lent upp á kant við þá Tom Hicks og George Gillett, eigendur Liverpool, vegna stefnu félagsins í leikmannakaupum. Benitez er sagður vilja hafa fulla stjórn á sölum og kaupum leikmanna.

En Benitez neitaði því að stirt væri á milli þeirra en Benitez á nú í viðræðum við félagið um framlengingu á samningi sínum.

„Umboðsmaðurinn minn fékk drögin að samningnum í gærkvöldi og það kom því mér á óvart að blaðamenn sögðu að það væru vandræði í gangi þegar ég er ekki búinn að lesa samninginn og ræða hann," sagði Benitez.

„Við höfum komist að samkomulagi um lengd samningstímans og launakjör. Nú þurfum við að ræða mitt hlutverk og mínar skyldur sem knattspyrnustjóri liðsins. Við höfum ekki fengið tækifæri til þess enn."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×