Sandrine Soubeyrand, fyrirliði Frakka, var mætt á blaðamannafund með þjálfara sínum í gær og gat oft ekki annað en brosað af gríni og glensi þjálfara síns ekki síst þegar hann talaði um að í liðinu sínu væru 22 byrjunarliðsmenn en 11 byrjunarliðsmenn myndu byrja á bekknum.
„Ég býst við að íslenska liðið spili svipaðan leik og á móti okkur í undankeppninni. Þær láta finna fyrir sér, eru með góða vörn og sterkan framherja. Við getum líkar verið öruggar um það að íslensku stelpurnar munu berjast í allar 90 mínúturnar á móti okkur," sagði Sandrine Soubeyrand.
„Það væru vissulega slæmt að tapa þessum fyrsta leik en það væru þó engin endalok fyrir okkur. Það skiptir samt miklu máli upp á sjálfstraustið og gengið í mótinu að byrja á sigri. Það er mikilvægt að vinna þennan leik en jafntefli væri ekki slæm úrslit fyrir okkur," sagði Soubeyrand.
Fyrirliði Frakka: Jafntefli væri ekki slæm úrslit fyrir okkur
Óskar Ófeigur Jónsson í Tampere skrifar

Mest lesið



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn


Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn