Bankar mótmæla réttarbót 24. ágúst 2009 06:00 Lilja Mósesdóttir. mynd/Pjetur Bankarnir hafa eindregið lagst gegn frumvarpi um bætta stöðu skuldara, að sögn Lilju Mósesdóttir, formanns félagsmálanefndar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem hún segir hafa þann tilgang að leysa fólk úr skuldafangelsi. Með frumvarpinu, sem er flutt af nokkrum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, er lögð til sú grundvallarbreyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign. Samkvæmt frumvarpinu átti krafa lánardrottins á skuldunaut að falla niður, fengist andvirði veðsins ekki við nauðungarsölu íbúðarinnar. „Þetta þýðir að fólk hefði kost á því að skila lyklunum að húsnæðinu, frekar en að búa þar í skuldafangelsi. Eignin gengur þá upp í skuldina," segir Lilja. Hún segir að hugmyndin sem í frumvarpinu felst hafi mætt eindreginni andstöðu frá bönkunum. „Það hafa komið fram mikil mótmæli frá fulltrúum kröfuhafa og þeir hafa getað komið í veg fyrir flestallar lagabreytingar sem bæta stöðu skuldara með því að vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar," segir Lilja. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um frumvarpið segir að samtökin óttist að breytingarnar verði ekki til hagsbóta fyrir þorra skuldara og frumvarpið gæti helst gagnast þeim efnameiri, sem eiga stórar og yfirveðsettar eignir og þeim sem eiga fleiri en eina fasteign. Þeir geti þá flutt úr einni yfirveðsettri fasteign og í aðra minna veðsetta, sem ekki yrði tekin af þeim. Eins að veðsetningarhlutfall fasteigna gæti lækkað sem myndi gera fjármögnun íbúðakaupa erfiðari. Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samningsfrelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði". Lilja segir að andstaða gegn frumvarpinu breyti því ekki að betrumbætt útgáfa þess verði endurflutt á næsta þingi. - kóþ / shá Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Bankarnir hafa eindregið lagst gegn frumvarpi um bætta stöðu skuldara, að sögn Lilju Mósesdóttir, formanns félagsmálanefndar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem hún segir hafa þann tilgang að leysa fólk úr skuldafangelsi. Með frumvarpinu, sem er flutt af nokkrum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, er lögð til sú grundvallarbreyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign. Samkvæmt frumvarpinu átti krafa lánardrottins á skuldunaut að falla niður, fengist andvirði veðsins ekki við nauðungarsölu íbúðarinnar. „Þetta þýðir að fólk hefði kost á því að skila lyklunum að húsnæðinu, frekar en að búa þar í skuldafangelsi. Eignin gengur þá upp í skuldina," segir Lilja. Hún segir að hugmyndin sem í frumvarpinu felst hafi mætt eindreginni andstöðu frá bönkunum. „Það hafa komið fram mikil mótmæli frá fulltrúum kröfuhafa og þeir hafa getað komið í veg fyrir flestallar lagabreytingar sem bæta stöðu skuldara með því að vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar," segir Lilja. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um frumvarpið segir að samtökin óttist að breytingarnar verði ekki til hagsbóta fyrir þorra skuldara og frumvarpið gæti helst gagnast þeim efnameiri, sem eiga stórar og yfirveðsettar eignir og þeim sem eiga fleiri en eina fasteign. Þeir geti þá flutt úr einni yfirveðsettri fasteign og í aðra minna veðsetta, sem ekki yrði tekin af þeim. Eins að veðsetningarhlutfall fasteigna gæti lækkað sem myndi gera fjármögnun íbúðakaupa erfiðari. Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samningsfrelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði". Lilja segir að andstaða gegn frumvarpinu breyti því ekki að betrumbætt útgáfa þess verði endurflutt á næsta þingi. - kóþ / shá
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira