Enski boltinn

Torres og Gerrard báðir undir hnífinn?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Torres og Gerrard.
Torres og Gerrard.

Gleðifréttirnar streyma ekki beint úr Bíltaborginni þessa dagana. Nýjasta nýtt er að Fernando Torres og Steven Gerrard gætu báðir þurft að leggjast undir hnífinn til þess að fá bót meina sinna.

Gerrard fór ekki með liðinu til Frakklands en Torres er þar þó svo hann gangi ekki heill til skógar.

The Daily Telegraph greindi frá því að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefði verið varaður við því að nota Torres sem minnst ef hann ætti ekki að enda á skurðarborðinu.

Mál Gerrards er enn til skoðunar og kemur líklega í ljós í næstu viku hvort hann þarf að fara í aðgerð vegna nárameiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×