Innlent

Tökum færri bíla en talið er

Margir þurfa fyrirgreiðslu til að standa í skilum með bílalán.
Margir þurfa fyrirgreiðslu til að standa í skilum með bílalán.

„Það er ekki jafn mikið um að fólk sé að missa bílana eins og almennt er kannski talið,“ segir Jóhann Sigurðsson, lögmaður hjá Lýsingu. Hann kveðst þó ekki vita nákvæmlega hversu marga bíla fyrirtækið hafi leyst til sín í kreppunni.

„Það kom holskefla en það róaðist mjög fljótlega eftir hrunið enda erum við með úrræði fyrir fólk. Þetta eru skuldbreytingar, frystingar og aðrar aðgerðir sem hjálpa skuldurum,“ útskýrir Jóhann sem veit hins vegar ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „En það er ekki ólíklegt að einhverjir missi bílana í kreppunni.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×