Enski boltinn

Walcott splæsir í Ferrari fyrir kærustuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Melanie Slade.
Melanie Slade. Nordic Photos / Getty Images

Theo Walcott, leikmaður Arsenal, splæsti í glæsilega Ferrari-bifreið og gaf kærustu sinni, Melanie Slade, í afmælisgjöf á 21 árs afmæli hennar.

Þetta kemur fram í enska götublaðinu The Sun í dag. Þar kemur einnig fram að Walcott keypti Volkswagen Bjöllu fyrir hana fyrir þremur árum síðan.

Bifreiðin er sögð kosta tæpar 29 milljónir króna og Walcott mun þurfa að reiða fram rúmar fjórar milljónir króna ár hvert vegna trygginga.

Hann ætti þó ekki að eiga í miklum vandræðum með það þar sem hann er er með rúmar tólf milljónir í vikulaun hjá Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×