Framherjinn Ariza Makukula hefur verið lánaður til enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton út leiktíðina en áður hafði hann hafnað að fara til West Brom.
Þetta var tilkynnt í dag en Makukula er á mála hjá Benfica í Portúgal. Makukula er fæddur í Kongó en leikur með portúgalska landsliðinu. Hann hefur hins vegar erfitt með að tryggja sér sæti í byrjunarliði Benfica á tímabilinu.
Bolton mun eiga þann kost að kaupa Makukula á 4,5 milljónir punda í lok tímabilsins.