Innlent

Skylt að merkja ferskar matjurtir eftir uppruna

Vegna þýðingarvillu í Evróputilskipun hefur fólk ekki getað tekið upplýsta ákvörðun í matvöruverslunum um að velja íslenskt - eða útlenskt grænmeti. Búið er að leiðrétta villuna og seljendur ferskra matjurta eru nú skyldugir að upplýsa fólk hvar grænmeti og ávextir voru ræktaðir.

Fréttastofa fór í saumana á upprunamerkingum matvæla fyrr á árinu og fullyrti Matvælastofnun þá að Evrópusambandstilskipun bannaði stjórnvöldum að krefjast þeirra. Að sögn framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda er þetta misskilningur sprottinn af þýðingarvillu. Þegar það uppgötvaðist var skjótt brugðist við og í gær tók gildi ný reglugerð sem skyldar fyrirtæki að merkja ferskar matjurtir eftir uppruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×