Erlent

Fyrsti áreksturinn í geimnum

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Fyrsti áreksturinn í geimnum varð á miðvikudaginn þegar bandarískur og rússneskur gervihnöttur rákust saman á ógnarhraða og splundruðust. Áreksturinn varð í um 800 kílómetra hæð yfir freðmýrum Síberíu.

Bandaríski hnötturinn var sexhundruð kílóa fjarskiptahnöttur. Sá rússneski vóg 800 kíló og var gamall njósnahnöttur frá hernum. Hann virkaði ekki lengur. Rússneskur geimfræðingur segir að líkurnar á svona árekstri séu um einn milljónasti úr einu prósenti. Sem sýnir að allt getur gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×