Enski boltinn

Benitez segir Reina besta markvörð deildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pepe Reina í leik með Liverpool.
Pepe Reina í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að landi sinn Pepe Reina sé besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar og hafi þar með skotið Petr Cech hjá Chelsea ref fyrir rass.

Liverpool er á toppi deildarinnar og Reina vantar aðeins sjö leiki upp á að halda hreinu í 100 leikjum með liðinu.

Benitez gekk svo langt að halda því fram að Reina væri besti markvörður Spánar en Iker Casillas, markvörður Real Madrid, er aðalmarkvörður spænska landsliðsins.

„Hann er okkur afar mikilvægur," sagði Benitez. „Ekki bara vegna þess að hann er góður markvörður heldur einnig vegna persónuleika hans og þeirra áhrifa sem hann hefur á liðið."

Benitez sagði þó að Reina yrði væntanlega hvíldur um helgina er Liverpool mætir Preston í ensku bikarkeppninni og mun þá Diego Cavalieri standa á milli stanganna hjá liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×