Enski boltinn

Wenger ætlar ekki að taka neina áhættu með Fabregas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas fagnar marki í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas fagnar marki í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger segir að hann muni ekki taka neina áhættu á að láta Cesc Fabregas byrja of snemma að spila á nýjan leik eftir langverandi fjarveru vegna meiðsla.

Fabregas meiddist á hné í desember síðastliðnum en sagði í vikunni að hann stefndi að því að spila á ný þann 4. mars næstkomandi. Wenger telur hins vegar ekki raunhæft að láta Fabregas spila aftur fyrr en Arsenal mætir Roma í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 11. mars.

„Hann gæti þess vegna spilað á morgun en við þurfum að segja honum að það er ekki mögulegt. Honum langar mikið að byrja að spila aftur en eftir síðari leikinn (gegn Roma) verður hann ekki langt frá sínu besta formi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×