Enski boltinn

City á eftir Palacios?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wilson Palacios, til vinstri, í leiknum í gær.
Wilson Palacios, til vinstri, í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan, gaf í skyn í gær að Manchester City hefði sýnt miðvallarleikmanninum Wilson Palacios áhuga.

Bruce sagði eftir leik City og Wigan í gær að annað félag væri nú á eftir Palacios en Tottenham er sagt vera nálægt því að ná samkomulagi um kaup á honum.

„Félagið sem um ræðir er ekki fjarri þar sem við erum nú," sagði hann í samtali við blaðamann News of the World eftir leikinn í gær. „og það er rétt að þetta er ekki Manchester United."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×