Lán frá AGS dregst líklega til loka ágúst 29. júlí 2009 06:00 Heildarlánveiting AGS til Íslands nemur 2,1 milljarðs dollara. Í nóvember voru greiddar 827 milljónir dala og átti afgangurinn að greiðast í átta jöfnum greiðslum. Mynd/Vilhelm Líklegast er að fyrirgreiðsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) frestist fram til loka ágúst. Taka á málefni Íslands fyrir hjá AGS næsta mánudag, 3. ágúst. Stjórnarliðar segja ástæðu frestunarinnar vera að ekki hafi náðst að klára Icesave-málið, sem ekki verður rætt fyrr en í fyrsta lagi 4. ágúst. Aðrar heimildir Fréttablaðsins herma að ástæðan sé líklega sú að ekki sé búið að ljúka endurfjármögnun bankanna, sem ljúka átti í febrúar. Eftir fund AGS 3. ágúst fer sjóðurinn í hlé til ágústloka. En setur AGS það skilyrði að Icesave-málinu verði lokið? „Það liggur í loftinu að Icesave er aðalhindrunin í veginum og þá verða menn bara að horfast í augu við það," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Samkomulag náðist milli Íslands og AGS í nóvember um 2,1 milljarðs dollara lán til Íslands, sem er um 265 milljarðar króna. Fyrsti hluti lánsins var greiddur út í nóvember og átti afgangurinn að greiðast í átta afborgunum á þriggja mánaða fresti. Engar greiðslur hafa borist frá því í nóvember en fyrirgreiðslur, sem og endurskoðun áætlunar AGS og Íslands, áttu að vera í febrúar og maí en hefur verið frestað tvisvar. „Eins og stendur þá vonum við enn að fyrirgreiðslan geti átt sér stað. Eitt er hins vegar víst að allt er klárt af hálfu íslenskra stjórnvalda og það höfum við fengið staðfest hjá AGS. Það er þá eitthvað annað en það sem snertir íslensk stjórnvöld sem kæmi í veg fyrir málið," segir Steingrímur. Drátturinn sem yrði ef ekki væri hægt að ljúka þessu á mánudag er bagalegur, að mati Steingríms því AGS fari í frí til loka ágúst. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir nefndina vinna að Icesave-samningnum óháð samvinnu við AGS. „Við gerðum okkur grein fyrir að 3. ágúst væri umsagnardagur en ákváðum að taka okkur þann tíma sem við þurfum í þetta," segir Guðbjartur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og skattanefnd, segir það skipta litlu hvað peninga varðar ef áætluninni seinkar. Þeir peningar myndu ekki kippa öllu í liðinn. „Þetta er hins vegar bagalegt upp á orðspor og annað slíkt að þetta dragist í sífellu," segir Tryggvi. Ekki náðist í Franek Rozwadowski, fulltrúa AGS á Íslandi, við vinnslu fréttarinnar í gær. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
Líklegast er að fyrirgreiðsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) frestist fram til loka ágúst. Taka á málefni Íslands fyrir hjá AGS næsta mánudag, 3. ágúst. Stjórnarliðar segja ástæðu frestunarinnar vera að ekki hafi náðst að klára Icesave-málið, sem ekki verður rætt fyrr en í fyrsta lagi 4. ágúst. Aðrar heimildir Fréttablaðsins herma að ástæðan sé líklega sú að ekki sé búið að ljúka endurfjármögnun bankanna, sem ljúka átti í febrúar. Eftir fund AGS 3. ágúst fer sjóðurinn í hlé til ágústloka. En setur AGS það skilyrði að Icesave-málinu verði lokið? „Það liggur í loftinu að Icesave er aðalhindrunin í veginum og þá verða menn bara að horfast í augu við það," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Samkomulag náðist milli Íslands og AGS í nóvember um 2,1 milljarðs dollara lán til Íslands, sem er um 265 milljarðar króna. Fyrsti hluti lánsins var greiddur út í nóvember og átti afgangurinn að greiðast í átta afborgunum á þriggja mánaða fresti. Engar greiðslur hafa borist frá því í nóvember en fyrirgreiðslur, sem og endurskoðun áætlunar AGS og Íslands, áttu að vera í febrúar og maí en hefur verið frestað tvisvar. „Eins og stendur þá vonum við enn að fyrirgreiðslan geti átt sér stað. Eitt er hins vegar víst að allt er klárt af hálfu íslenskra stjórnvalda og það höfum við fengið staðfest hjá AGS. Það er þá eitthvað annað en það sem snertir íslensk stjórnvöld sem kæmi í veg fyrir málið," segir Steingrímur. Drátturinn sem yrði ef ekki væri hægt að ljúka þessu á mánudag er bagalegur, að mati Steingríms því AGS fari í frí til loka ágúst. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir nefndina vinna að Icesave-samningnum óháð samvinnu við AGS. „Við gerðum okkur grein fyrir að 3. ágúst væri umsagnardagur en ákváðum að taka okkur þann tíma sem við þurfum í þetta," segir Guðbjartur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og skattanefnd, segir það skipta litlu hvað peninga varðar ef áætluninni seinkar. Þeir peningar myndu ekki kippa öllu í liðinn. „Þetta er hins vegar bagalegt upp á orðspor og annað slíkt að þetta dragist í sífellu," segir Tryggvi. Ekki náðist í Franek Rozwadowski, fulltrúa AGS á Íslandi, við vinnslu fréttarinnar í gær.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira