Innlent

Byssumanninum á Akranesi sleppt úr úr haldi

Lögreglan á Akranesi hefur lokið við að yfirheyra karlmann á fimmtugsaldri sem handtekinn var heimili sínu á Akranesi í gærkvöldi ölvaður og vopnaður. Honum hefur jafnframt verið sleppt úr haldi. Maðurinn á við andleg veikindi að stríða og hefur fallist á að leita sér aðstoðar hjá þar til gerðum aðilum, að sögn lögreglu.

Lögreglunni barst tilkynning um manninn á níunda tímanum í gærkvöldi. Í framhaldinu var götu við heimili hans lokað og haft var samband við fólk í nærliggjandi húsum sem beðið var um að fara ekki út. Sérsveit ríkislögreglustjóra kom á staðinn tæpri klukkustund síðar. Það var síðan klukkan hálfellefu sem liðsmenn sérsveitarinnar fóru inn í húsið og handtóku manninn. Hann veitti ekki mótþróa og var í framhaldinu færður á lögreglustöð.


Tengdar fréttir

Sérsveitin kölluð út vegna vopnaðs manns

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð að einkahúsi á Presthúsabraut á Akranesi í gærkvöldi. Þar var ölvaður og vopnaður maður handtekinn sem gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, verður yfirheyrður síðar í dag. Hann var einn í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×