Innlent

Íbúðalánasjóður herðir öryggisreglur

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.

Frá og með mánudeginum 21. september næstkomandi þurfa viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs að auðkenna sig með veflykli RSK eða rafrænum skilríkjum til að gera greiðslumat og sækja um lán hjá Íbúðalánasjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðarlánasjóði.

Þar kemur einnig fram að öryggi viðskiptavina verði mun meira en áður þar sem tryggt er að ekki sé hægt að gera greiðslumat eða sækja um lán í annars nafni. Helsta breytingin fyrir viðskiptavini við gerð greiðslumats er að ekki verður þörf á nýskráningu heldur er veflykillinn eða rafræna skilríkið notað til að skrá sig inn á greiðslumatssíðuna.

Til að sækja um lán er sama leið notuð til innskráningar, en ekki dugir að nota kennitölu og greiðslumatsnúmer eins og gert hefur verið.

Ekki er langt síðan ungir menn sviku allt að fimmtíu milljónir króna út úr sjóðnum með því að taka lán hjá þeim og kaupa eignir fyrir. Fjórir menn sættu varðhaldi vegna málsins og var talið að þeir væru að störfum fyrir skipulögð glæpasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×