Umfjöllun: Markamet slegið í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2009 21:49 Margrét Lára Viðarsdóttir skorar fyrsta markið eftir aðeins 4 mínútur. Mynd/Vilhelm Íslenska knattspyrnulandsliðið vann í kvöld sinn stærsta sigur frá upphafi er liðið lagði Eistland, 12-0, í undankeppni HM 2011. Tóninn var gefinn snemma í leiknum en Ísland var komið í 3-0 forystu eftir aðeins níu mínútna leik. Staðan í hálfleik var 7-0 og íslenska liðið bætti svo við fimm mörkum í síðari hálfleik. Ísland vann Pólland á Laugardalsvelli árið 2003 með tíu marka mun og var það gamla metið. Íslenska liðið byrjaði leikinn með stórsókn, fyrsta markið kom eftir aðeins 4 mínútur og eftir rétt rúmar átta mínútur var staðan orðin 3-0. Margrét Lára skoraði fyrsta markið með skalla, Dóra María bætti öðru marki við áður en Margrét Lára skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem Rakel Hönnudóttir fiskaði. Það var því strax ljóst að það stefndi í mjög skrautlegan leik. Það liðu reyndar sjö mínútur þar til stelpurnar bættu við marki en þá skoraði Katrín Jónsdóttir tvö skallamörk með aðeins mínútu millibili og komu þau bæði eftir hornspyrnur frá Eddu. Edda var síðan sjálf á ferðinni þegar hún skoraði sjötta markið á 33. mínútu með laglegu langskoti. Margrét Lára innsiglaði síðan þrennuna með skalla eftir fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttur og stelpurnar voru búnar að skora sjö mörk á fyrstu 38 mínútunum. Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komust báðar á blað í upphafi seinni hálfleiks, Hólmfríður eftir sendingu frá Sif Atladóttur og Sara með skalla eftir fjórðu stoðsendingu Eddu í leiknum. Hólmfríður skoraði síðan tíunda markið eftir aðra fyrirgjöf frá Sif og innsigklaði síðan þrennuna með þrumuskoti eftir sendingu Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Rakel Hönnudóttir fékk fullt af færum til að skora en markið lét bíða eftir sér og kom ekki fyrr en á 75. mínútu eftir að hún fékk góða stungusendingu frá Margréti Láru. Það átti eftir að verða síðasta markið enda þetta orðið gott. Leikaðferð Eista var mjög furðuleg, liðið spilaði með fjóra leikmenn mjög framarlega á vellinum þrátt fyrir að boltinn færi varla yfir miðju og varnarskipulag liðsins var oft út í hött. Þessi leikur var því ekki einu sinni eins og létt æfing fyrir íslensku stelpurnar en þær héldu einbeitingunni og lönduðu flottum sigri sem tryggir liðinu góða markatölu í baráttunni um sigurinn í riðlinum á móti Frökkum. Ísland-Eistland 12-0 Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1776 Dómari: McDermott frá Írlandi (7) Skot (á mark): 42-2 (25-1) Varin skot: Þóra 1 - Meetua 14. Horn: 9-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-18 Rangstöður: 7-0 Ísland (4-3-3): Þóra Björg Helgadóttir Sif Atladóttir (74., Ásta Árnadóttir) Katrín Jónsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir (74., Guðný Björk Óðinsdóttir) Dóra María Lárusdóttir (84., Kristín Ýr Bjarnadóttir) Rakel Hönnudóttir Margrét Lára Viðarsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir Mörk Íslands í kvöld: 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (4.) - skalli, stoðsending Rakel Hönnudóttir 2-0 Dóra María Lárusdóttir (7.) - skot, stoðsending Edda Garðarsdóttir 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (9.) - víti, Rakel Hönnudóttir fiskaði vítið 4-0 Katrín Jónsdóttir (16.) - skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir, horn 5-0 Katrín Jónsdóttir (18.) - skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir, horn 6-0 Edda Garðarsdóttir (33.) - skot fyrir utan teig 7-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (38.) - skalli, stoðsending Dóra María Lárusdóttir 8-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (49.) - skot, stoðsending Sif Atladóttir 9-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (54.) skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir 10-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (64.) - skot, stoðsending Sif Atladóttir 11-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (74.) - skot, stoðsending Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 12-0 Rakel Hönnudóttir (75.) - skot, stoðsending Margrét Lára Viðarsdóttir Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Íslenska knattspyrnulandsliðið vann í kvöld sinn stærsta sigur frá upphafi er liðið lagði Eistland, 12-0, í undankeppni HM 2011. Tóninn var gefinn snemma í leiknum en Ísland var komið í 3-0 forystu eftir aðeins níu mínútna leik. Staðan í hálfleik var 7-0 og íslenska liðið bætti svo við fimm mörkum í síðari hálfleik. Ísland vann Pólland á Laugardalsvelli árið 2003 með tíu marka mun og var það gamla metið. Íslenska liðið byrjaði leikinn með stórsókn, fyrsta markið kom eftir aðeins 4 mínútur og eftir rétt rúmar átta mínútur var staðan orðin 3-0. Margrét Lára skoraði fyrsta markið með skalla, Dóra María bætti öðru marki við áður en Margrét Lára skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem Rakel Hönnudóttir fiskaði. Það var því strax ljóst að það stefndi í mjög skrautlegan leik. Það liðu reyndar sjö mínútur þar til stelpurnar bættu við marki en þá skoraði Katrín Jónsdóttir tvö skallamörk með aðeins mínútu millibili og komu þau bæði eftir hornspyrnur frá Eddu. Edda var síðan sjálf á ferðinni þegar hún skoraði sjötta markið á 33. mínútu með laglegu langskoti. Margrét Lára innsiglaði síðan þrennuna með skalla eftir fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttur og stelpurnar voru búnar að skora sjö mörk á fyrstu 38 mínútunum. Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komust báðar á blað í upphafi seinni hálfleiks, Hólmfríður eftir sendingu frá Sif Atladóttur og Sara með skalla eftir fjórðu stoðsendingu Eddu í leiknum. Hólmfríður skoraði síðan tíunda markið eftir aðra fyrirgjöf frá Sif og innsigklaði síðan þrennuna með þrumuskoti eftir sendingu Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Rakel Hönnudóttir fékk fullt af færum til að skora en markið lét bíða eftir sér og kom ekki fyrr en á 75. mínútu eftir að hún fékk góða stungusendingu frá Margréti Láru. Það átti eftir að verða síðasta markið enda þetta orðið gott. Leikaðferð Eista var mjög furðuleg, liðið spilaði með fjóra leikmenn mjög framarlega á vellinum þrátt fyrir að boltinn færi varla yfir miðju og varnarskipulag liðsins var oft út í hött. Þessi leikur var því ekki einu sinni eins og létt æfing fyrir íslensku stelpurnar en þær héldu einbeitingunni og lönduðu flottum sigri sem tryggir liðinu góða markatölu í baráttunni um sigurinn í riðlinum á móti Frökkum. Ísland-Eistland 12-0 Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1776 Dómari: McDermott frá Írlandi (7) Skot (á mark): 42-2 (25-1) Varin skot: Þóra 1 - Meetua 14. Horn: 9-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-18 Rangstöður: 7-0 Ísland (4-3-3): Þóra Björg Helgadóttir Sif Atladóttir (74., Ásta Árnadóttir) Katrín Jónsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir (74., Guðný Björk Óðinsdóttir) Dóra María Lárusdóttir (84., Kristín Ýr Bjarnadóttir) Rakel Hönnudóttir Margrét Lára Viðarsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir Mörk Íslands í kvöld: 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (4.) - skalli, stoðsending Rakel Hönnudóttir 2-0 Dóra María Lárusdóttir (7.) - skot, stoðsending Edda Garðarsdóttir 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (9.) - víti, Rakel Hönnudóttir fiskaði vítið 4-0 Katrín Jónsdóttir (16.) - skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir, horn 5-0 Katrín Jónsdóttir (18.) - skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir, horn 6-0 Edda Garðarsdóttir (33.) - skot fyrir utan teig 7-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (38.) - skalli, stoðsending Dóra María Lárusdóttir 8-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (49.) - skot, stoðsending Sif Atladóttir 9-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (54.) skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir 10-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (64.) - skot, stoðsending Sif Atladóttir 11-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (74.) - skot, stoðsending Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 12-0 Rakel Hönnudóttir (75.) - skot, stoðsending Margrét Lára Viðarsdóttir
Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira