Innlent

Vill lítið segja um viðbrögðin

Fjármálaráðherra vill ekki staðfesta hvort Bretar og Hollendingar sætti sig ekki við að ríkisábyrgð Íslendinga vegna Icesavesamkomulagsins gildi ekki eftir 2024.

„Ég get ekki tjáð mig um einstaka efnisþætti. Það var beðið um það af þeirra hálfu að skoða þetta í trúnaði. Þarna gæti verið möguleg lausn á málinu í sjónmáli."

Steingrímur segir að það verði að koma í ljós hvað gerist ef þessu verður hafnað. „Við getum ekki afhent nein skjöl eða sýnt neitt sem hægt er að þreifa á. Það liggur fyrir að þeir hafa lagt á sig umtalsverða vinnu við að skoða hvernig hægt er að leysa málið," segir Steingrímur.

Aðspurður hvort hann sé ánægður með viðbrögð Breta og Hollendinga segir Steingrímur:

„Ég væri ekki að fara á fund fjárlaganefndar nema hér væri eitthvað á ferðinni sem ástæða er til að kynna."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×