Enski boltinn

Michael Carrick tryggði Manchester sigur á Wigan - United vantar eitt stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez kom inn á sem varamaður og breytti leiknum.
Carlos Tevez kom inn á sem varamaður og breytti leiknum. Mynd/AFP

Michael Carrick var hetja Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti Wigan. United lenti undir í leiknum en kom til baka í seinni hálfleik.

Manchester United vantar nú aðeins eitt stig til þess að tryggja sér enska meistaratitilinn þriðja árið í röð og átjánda sinn alls.

Michael Carrick skoraði markið mikilvæga á 86. mínútu með þrumuskoti rétt utan vítateigs eftir að hafa fengið sendingu út frá John O'Shea.

Carlos Tevez kom inn á sem varamaður á 58. mínútu og það tók hann aðeins þrjár mínútur að jafna leikinn. Tevez skoraði þá á skemmtilegan hátt með hælspyrnu eftir skot Michael Carrick.

Manchester United getur tryggt sér enska meistaratitilinn þriðja árið í röð með því að ná í stig á móti Arsenal á Old Trafford á laugardaginn. Liðið hefur sex stiga forskot á Liverpool þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum.

 














Fleiri fréttir

Sjá meira


×