Íslenski boltinn

Logi: Erfitt að kyngja þessu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson.

Logi Ólafsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur með að missa unninn leik niður í jafntefli gegn Stjörnumönnum í kvöld en var þó ágætlega sáttur með spilamennsku KR-inga í leiknum.

„Þetta var jafn súrt í kvöld og það var gaman á móti Breiðabliki á dögunum. Það var eitthvað smá einbeitingarleysi þarna í lok leiksins en Við vorum annars búnir að halda þessu öfluga sóknarliði algjörlega niðri í leiknum.

Ég man ekki eftir einu færi hjá þeim í leiknum og það gerir þetta enn meira svekkjandi að kyngja þessu. En við féllum ef til vill of aftarlega á völlinn í seinni hálfleik og það skapar alltaf ákveðna hættu," segir Logi.

Logi viðurkennir að það verði erfitt að ná toppliði FH úr þessu.

„Við getum ekki gert neitt annað en að hugsa um okkur sjálfa og reyna að ná í þau stig sem í boði eru. En á meðan við förum með stigin eins og kvöld þá verður erfitt að elta þá uppi," segir Logi að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×