Umfjöllun: Niðurlæging á Hlíðarenda Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2009 15:50 Atli Guðnason leggur hér upp þriðja mark FH í kvöld. Mynd/Daníel Valsmenn máttu þola eina mestu niðurlægingu félagsins í háa herrans tíð þegar Íslandsmeistarar FH komu á Vodafonevöllinn og gerðu grín að heimamönnum. FH-ingar voru mörgum klössum betri allan leikinn og unnu sanngjarnan 0-5 sigur á arfaslökum og ótrúlega andlausum Valsmönnum. Þorgrímur gerði fjórar breytingar fyrir leikinn og þær virkuðu engan veginn. Má hugsanlega setja spurningamerki við svo miklar breytingar fyrir þennan leik en þeir sem fóru á bekkinn áttu það eflaust skilið eftir afhroðið í síðasta leik í Garðabænum. Það tók FH-inga aðeins 23 mínútur að afgreiða leikinn en þá skoruðu þeir þrjú mörk. Þeir sundurspiluðu Valsmenn hvað eftir annað og það var hrein unun að fylgjast með sóknarleik liðsins. Atlarnir báðir ótrúlega flottir og Tryggvi einnig skæður í holunni fyrir aftan Atla Viðar. Valsmenn réðu ekkert við þessa þrjá leikmenn. Lið Vals var eins og dapurt 2. deildarlið í fyrri hálfleik. Elti út um allan völl og var ekki nálægt því að ná boltanum. Liðið fékk varla boltann og var fyrir aftan miðju nánast allan hálfleikinn. Sú staðreynd að liðið náði varla að byggja upp sókn í hálfleiknum er ótrúleg. Það er eitthvað stórkostlega mikið að í herbúðum liðsins og hefur augljóslega verið það í einhvern tíma. Andleysið er með ólíkindum, samstaðan lítil og nú virðist sjálfstraustið vera farið líka. Leikmenn liðsins eiga samt að gera betur og það er algjört lágmark að þeir leggi sig meira fram og séu grimmari en þeir voru í kvöld. FH-liðið þessa dagana er líklega það besta í íslenska boltanum í mörg ár. Liðið spilar sóknarleik sem varla hefur sést hér áður. Miðjan ótrúlega massíf og öryggið í vörninni er einstakt. Það er ekki veikan blett að finna í þessu FH-liði. Heimir Guðjónsson tók við góðu búi en hann hefur ræktað sinn garð vel og undir hans stjórn vex þetta FH-lið með hverri raun. Hann er heldur betur búinn að sýna þvílíkur gæðaþjálfari hann er. Valur-FH 0-5 0-1 Tryggvi Guðmundsson (6.) 0-2 Atli Viðar Björnsson (14.) 0-3 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (23.) 0-4 Tryggvi Guðmundsson, víti (60.) 0-5 Davíð Þór Viðarsson (90.) Áhorfendur: 1.224Dómari: Garðar Örn Hinriksson 7. Skot (á mark): 11-18 (5-12)Varin skot: Haraldur 7 - Daði 4Horn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 2-2 Valur (4-4-2)Haraldur Björnsson 3 Reynir Leósson 3 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Guðmundur Viðar Mete 3 (46., Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Steinþór Gíslason 2 Ólafur Páll Snorrason 4 (65., Viktor Unnar Illugason 5) Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 2 Einar Marteinsson 2 Bjarni Ólafur Eiríksson 3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3 (84., Ian Jeffs -) Marel Jóhann Baldvinsson 3 FH (4-3-3)Daði Lárusson 7 Freyr Bjarnason 6 Tommy Nielsen 6 (78., Sverrir Garðarsson -) Pétur Viðarsson 7 Guðmundur Sævarsson 7 Davíð Þór Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 7 (82., Hákon Atli Hallfreðsson -) Matthías Vilhjálmsson 6Atli Guðnason 8 - Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 8 (73., Matthías Guðmundsson -) Atli Viðar Björnsson 8 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - FH. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorgrímur: Ég veit ekki hvað er að hjá okkur Þorgrímur Þráinsson, þjálfari Vals, hafði ekki neinar skýringar á reiðum höndum á arfaslökum og andlausum leik Vals gegn FH í kvöld. 2. júlí 2009 22:20 Atli Guðnason: Þeir áttu aldrei möguleika „Það var mjög ljúft að ná að niðurlægja Valsarana hér í kvöld og þá sérstaklega þar sem við áttum það skilið," sagði Atli Guðnason eftir ótrúlegan 5-0 sigur FH á Val. 2. júlí 2009 22:14 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Valsmenn máttu þola eina mestu niðurlægingu félagsins í háa herrans tíð þegar Íslandsmeistarar FH komu á Vodafonevöllinn og gerðu grín að heimamönnum. FH-ingar voru mörgum klössum betri allan leikinn og unnu sanngjarnan 0-5 sigur á arfaslökum og ótrúlega andlausum Valsmönnum. Þorgrímur gerði fjórar breytingar fyrir leikinn og þær virkuðu engan veginn. Má hugsanlega setja spurningamerki við svo miklar breytingar fyrir þennan leik en þeir sem fóru á bekkinn áttu það eflaust skilið eftir afhroðið í síðasta leik í Garðabænum. Það tók FH-inga aðeins 23 mínútur að afgreiða leikinn en þá skoruðu þeir þrjú mörk. Þeir sundurspiluðu Valsmenn hvað eftir annað og það var hrein unun að fylgjast með sóknarleik liðsins. Atlarnir báðir ótrúlega flottir og Tryggvi einnig skæður í holunni fyrir aftan Atla Viðar. Valsmenn réðu ekkert við þessa þrjá leikmenn. Lið Vals var eins og dapurt 2. deildarlið í fyrri hálfleik. Elti út um allan völl og var ekki nálægt því að ná boltanum. Liðið fékk varla boltann og var fyrir aftan miðju nánast allan hálfleikinn. Sú staðreynd að liðið náði varla að byggja upp sókn í hálfleiknum er ótrúleg. Það er eitthvað stórkostlega mikið að í herbúðum liðsins og hefur augljóslega verið það í einhvern tíma. Andleysið er með ólíkindum, samstaðan lítil og nú virðist sjálfstraustið vera farið líka. Leikmenn liðsins eiga samt að gera betur og það er algjört lágmark að þeir leggi sig meira fram og séu grimmari en þeir voru í kvöld. FH-liðið þessa dagana er líklega það besta í íslenska boltanum í mörg ár. Liðið spilar sóknarleik sem varla hefur sést hér áður. Miðjan ótrúlega massíf og öryggið í vörninni er einstakt. Það er ekki veikan blett að finna í þessu FH-liði. Heimir Guðjónsson tók við góðu búi en hann hefur ræktað sinn garð vel og undir hans stjórn vex þetta FH-lið með hverri raun. Hann er heldur betur búinn að sýna þvílíkur gæðaþjálfari hann er. Valur-FH 0-5 0-1 Tryggvi Guðmundsson (6.) 0-2 Atli Viðar Björnsson (14.) 0-3 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (23.) 0-4 Tryggvi Guðmundsson, víti (60.) 0-5 Davíð Þór Viðarsson (90.) Áhorfendur: 1.224Dómari: Garðar Örn Hinriksson 7. Skot (á mark): 11-18 (5-12)Varin skot: Haraldur 7 - Daði 4Horn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 2-2 Valur (4-4-2)Haraldur Björnsson 3 Reynir Leósson 3 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Guðmundur Viðar Mete 3 (46., Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Steinþór Gíslason 2 Ólafur Páll Snorrason 4 (65., Viktor Unnar Illugason 5) Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 2 Einar Marteinsson 2 Bjarni Ólafur Eiríksson 3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3 (84., Ian Jeffs -) Marel Jóhann Baldvinsson 3 FH (4-3-3)Daði Lárusson 7 Freyr Bjarnason 6 Tommy Nielsen 6 (78., Sverrir Garðarsson -) Pétur Viðarsson 7 Guðmundur Sævarsson 7 Davíð Þór Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 7 (82., Hákon Atli Hallfreðsson -) Matthías Vilhjálmsson 6Atli Guðnason 8 - Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 8 (73., Matthías Guðmundsson -) Atli Viðar Björnsson 8 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - FH. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorgrímur: Ég veit ekki hvað er að hjá okkur Þorgrímur Þráinsson, þjálfari Vals, hafði ekki neinar skýringar á reiðum höndum á arfaslökum og andlausum leik Vals gegn FH í kvöld. 2. júlí 2009 22:20 Atli Guðnason: Þeir áttu aldrei möguleika „Það var mjög ljúft að ná að niðurlægja Valsarana hér í kvöld og þá sérstaklega þar sem við áttum það skilið," sagði Atli Guðnason eftir ótrúlegan 5-0 sigur FH á Val. 2. júlí 2009 22:14 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Þorgrímur: Ég veit ekki hvað er að hjá okkur Þorgrímur Þráinsson, þjálfari Vals, hafði ekki neinar skýringar á reiðum höndum á arfaslökum og andlausum leik Vals gegn FH í kvöld. 2. júlí 2009 22:20
Atli Guðnason: Þeir áttu aldrei möguleika „Það var mjög ljúft að ná að niðurlægja Valsarana hér í kvöld og þá sérstaklega þar sem við áttum það skilið," sagði Atli Guðnason eftir ótrúlegan 5-0 sigur FH á Val. 2. júlí 2009 22:14