Líf ríkisstjórnarinnar ræðst af Icesave Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2009 19:51 Ríkisstjórnin er sprungin og stjórnarkreppa blasir við verði Icesave-frumvarpið fellt á Alþingi. Þá er líklegt að þing verði rofið og boðað til kosninga. Málið veltur á nokkrum þingmönnum Vinstri grænna en líklegt er að flokkurinn klofni nái málið ekki fram að ganga. Fyrsta umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna Icesave hófst á Alþingi í dag en með því má segja að fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna leggi pólitíska framtíð sína að veði. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagt að þau treysti því að meirihluti verði fyrir málinu, en það er alls ekki öruggt. Reikna má með að öll stjórnarandstaðan greiði atkvæði gegn frumvarpinu, þótt það sé að sjálfsögðu ekki alveg gefið. En af því gefnu dugar að þrír þingmenn stjórnarflokkanna sitji hjá og einn greiði atkvæði á móti til að fella málið. En fjórir þingmenn Vinstri grænna hafa lýst efasemdum og jafnvel hreinni andstöðu við málið, þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson. Áhrifamaður innan Vinstri grænna segir að ef þingmenn flokksins verði til þess að fella Icesave samkomulagið sé ríkisstjórnin sprungin og spurning hvort flokkurinn sé búinn að vera pólitískt. Núverandi ríkisstjórn er með 34 þingmenn af 63. Ef stjórnin springur er ólíklegt að hægt verði að mynda annan starfhæfan meirihluta þar sem Samfylkingin færi varla í samstarf með Sjálfstæðisflokki, sem saman eru með 36 þingmenn og Vinstri Grænir ekki heldur, en þingmannatala þeirra og Sjálfstæðismanna dygði heldur ekki til og því þyrfti til viðbótar annað hvort Borgarahreyfingu eða Framsóknarflokk, sem Vinstri grænir hefðu væntanlega lítinn áhuga á að vinna með eftir að Icesavefrumvarpið hefði verið fellt. Líklegast myndi forseti Íslands því fallast á tillögu forsætisráðherra um þingrof. Ef sú yrði staðan er ekki gefið að núverandi stjórn sæti fram að kosningum. Það gæti allt eins farið svo eftir viðræður flokksformanna við forseta Íslands að minnihlutastjórn Vinstri grænna einna eða minnihlutastjórn einhvers annars flokks eða flokka sæti fram að kosningum, sem yrðu að fara fram innan 45 daga frá boðun þingrofs. Forseti gæti hins vegar einnig ákveðið að skipa utanþingsstjórn, annað hvort tímabundið eða út kjörtímabilið. Fari málið hins vegar þannig að boðað verði til kosninga eftir að málið yrði fellt á Alþingi, gætu kosningar farið fram í byrjun september. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Ríkisstjórnin er sprungin og stjórnarkreppa blasir við verði Icesave-frumvarpið fellt á Alþingi. Þá er líklegt að þing verði rofið og boðað til kosninga. Málið veltur á nokkrum þingmönnum Vinstri grænna en líklegt er að flokkurinn klofni nái málið ekki fram að ganga. Fyrsta umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna Icesave hófst á Alþingi í dag en með því má segja að fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna leggi pólitíska framtíð sína að veði. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagt að þau treysti því að meirihluti verði fyrir málinu, en það er alls ekki öruggt. Reikna má með að öll stjórnarandstaðan greiði atkvæði gegn frumvarpinu, þótt það sé að sjálfsögðu ekki alveg gefið. En af því gefnu dugar að þrír þingmenn stjórnarflokkanna sitji hjá og einn greiði atkvæði á móti til að fella málið. En fjórir þingmenn Vinstri grænna hafa lýst efasemdum og jafnvel hreinni andstöðu við málið, þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson. Áhrifamaður innan Vinstri grænna segir að ef þingmenn flokksins verði til þess að fella Icesave samkomulagið sé ríkisstjórnin sprungin og spurning hvort flokkurinn sé búinn að vera pólitískt. Núverandi ríkisstjórn er með 34 þingmenn af 63. Ef stjórnin springur er ólíklegt að hægt verði að mynda annan starfhæfan meirihluta þar sem Samfylkingin færi varla í samstarf með Sjálfstæðisflokki, sem saman eru með 36 þingmenn og Vinstri Grænir ekki heldur, en þingmannatala þeirra og Sjálfstæðismanna dygði heldur ekki til og því þyrfti til viðbótar annað hvort Borgarahreyfingu eða Framsóknarflokk, sem Vinstri grænir hefðu væntanlega lítinn áhuga á að vinna með eftir að Icesavefrumvarpið hefði verið fellt. Líklegast myndi forseti Íslands því fallast á tillögu forsætisráðherra um þingrof. Ef sú yrði staðan er ekki gefið að núverandi stjórn sæti fram að kosningum. Það gæti allt eins farið svo eftir viðræður flokksformanna við forseta Íslands að minnihlutastjórn Vinstri grænna einna eða minnihlutastjórn einhvers annars flokks eða flokka sæti fram að kosningum, sem yrðu að fara fram innan 45 daga frá boðun þingrofs. Forseti gæti hins vegar einnig ákveðið að skipa utanþingsstjórn, annað hvort tímabundið eða út kjörtímabilið. Fari málið hins vegar þannig að boðað verði til kosninga eftir að málið yrði fellt á Alþingi, gætu kosningar farið fram í byrjun september.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira