Íslenski boltinn

Atli Guðnason: Þeir áttu aldrei möguleika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Atli Guðnason.
Atli Guðnason. Mynd/Stefán

„Það var mjög ljúft að ná að niðurlægja Valsarana hér í kvöld og þá sérstaklega þar sem við áttum það skilið," sagði Atli Guðnason eftir ótrúlegan 5-0 sigur FH á Val.

Atli átt enn einn stórleikinn í sumar. Lék á alls oddi, lagði upp mörk og var sífellt ógnandi.

„Við vorum miklu betri strax frá byrjun. Þeir áttu aldrei möguleika í okkur. Ef við spilum okkar leik þá vinnum við öll lið á landinu," sagði Atli sem er ánægður með eigin frammistöðu í sumar.

„Ég mætti reyndar skora meira. Það er samt í lagi á meðan liðið vinnur. Það er fyrir öllu. Sjálfstraustið er mjög gott. Ég er að spila vel og liðið líka," sagði Atli og bætir við að ekkert geti stöðvað FH nema þeir sjálfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×