Umfjöllun: Tryggvi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ómar Þorgeirsson skrifar 2. júlí 2009 15:35 Daníel Laxdal og Björgólfur Takefusa í baráttunni í leik liðanna í kvöld. Mynd/Daníel Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. KR er þar með fyrsta liðið til þess að taka stig af Stjörnumönnum á heimavelli þeirra í sumar en Vesturbæingar eru væntanlega enn að klóra sér í hausnum yfir því að hafa ekki farið þaðan í burtu með öll stigin þrjú. Björgólfur Takefusa kom gestunum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu en jöfnunarmark heimamanna kom í blálok uppbótartíma venjulegs leiktíma og þar var að verki gamli KR-ingurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason. Það tók liðin annars smá tíma að finna taktinn á Stjörnuvelli í kvöld og framan af skapaðist mesta hættan úr föstum leikatriðum. Stjörnumönnum gekk illa að finna glufur á skipulögðum varnarleik KR-inga í fyrri hálfleik en gestirnir voru hins vegar hættulegir í skyndiupphlaupum með þá Óskar Örn Hauksson og Prince Rajcomar í aðalhlutverkum. Eftir um hálftíma leik barst boltinn inn fyrir vörn Stjörnunnar og þá var Óskar Örn strax mættur eins og hrægammur og hirti boltann og lék á Bjarna Þórð í Stjörnumarkinu, sem braut á honum og vítaspyrna réttilega dæmd. Björgólfur Takefusa fór á punktinn og skoraði af öryggi og það reyndist eina markið í hálfleiknum en KR-ingar voru líklegri til þess að bæta við marki en Stjörnumenn að jafna. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti ekki mikið fyrir augað og lítið um opin marktækifæri. Liðin spiluðu mikinn kraftabolta með endalausum háloftaspyrnum og kýlingum langt fram völlinn. KR-ingar virtust líka vera sáttir með sitt og þrátt fyrir að þeir hafi fallið ef til vill einum of aftarlega á völlinn var í raun fátt sem benti til þess að Stjörnumenn myndu skora. Það trylltist því allt á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Tryggvi sveinn, fyrrum varnarmaður KR, var réttur maður á réttum stað og náði að pota inn jöfnunarmarkinu af stuttu færi og þar við sat. Risastórt stig fyrir Stjörnumenn staðreynd miðað við hvernig leikurinn spilaðist en KR-ingar að vonum svekktir og eitt stig rýr uppskera í Garðabænum í kvöld.Tölfræðin:Stjarnan - KR 1-1 0-1 Björgólfur Takefusa (31.) 1-1 Tryggvi Sveinn Bjarnason (90.+5.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 1.459 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (4) Skot (á mark): 9-8 (4-3) Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Stefán Logi 3 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 19-15 Rangstöður: 1-6Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Guðni Rúnar Helgason 6 Daníel Laxdal 7 *Tryggvi Bjarnason 7 -Maður leiksins Hafsteinn Rúnar Helgason 3 (38., Jóhann Laxdal 5) Björn Pálsson 5 Birgir Hrafn Birgisson 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (75., Magnús Björgvinsson -) Arnar Már Björgvinsson 3 (88., Richard Hurlin -) Halldór Orri Björnsson 5 Ellert Hreinsson 2KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 7 Jordao Diogo 6 *Óskar Örn Hauksson 7 (84., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævarsson 6 Bjarni Guðjónsson 6 Baldur Sigurðsson 6 Prince Rajcomar 5 (75., Gunnar Örn Jónsson-) Björgólfur Takefusa 6 (84., Guðmundur Pétursso Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og KR í 10. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - KR . Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. KR er þar með fyrsta liðið til þess að taka stig af Stjörnumönnum á heimavelli þeirra í sumar en Vesturbæingar eru væntanlega enn að klóra sér í hausnum yfir því að hafa ekki farið þaðan í burtu með öll stigin þrjú. Björgólfur Takefusa kom gestunum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu en jöfnunarmark heimamanna kom í blálok uppbótartíma venjulegs leiktíma og þar var að verki gamli KR-ingurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason. Það tók liðin annars smá tíma að finna taktinn á Stjörnuvelli í kvöld og framan af skapaðist mesta hættan úr föstum leikatriðum. Stjörnumönnum gekk illa að finna glufur á skipulögðum varnarleik KR-inga í fyrri hálfleik en gestirnir voru hins vegar hættulegir í skyndiupphlaupum með þá Óskar Örn Hauksson og Prince Rajcomar í aðalhlutverkum. Eftir um hálftíma leik barst boltinn inn fyrir vörn Stjörnunnar og þá var Óskar Örn strax mættur eins og hrægammur og hirti boltann og lék á Bjarna Þórð í Stjörnumarkinu, sem braut á honum og vítaspyrna réttilega dæmd. Björgólfur Takefusa fór á punktinn og skoraði af öryggi og það reyndist eina markið í hálfleiknum en KR-ingar voru líklegri til þess að bæta við marki en Stjörnumenn að jafna. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti ekki mikið fyrir augað og lítið um opin marktækifæri. Liðin spiluðu mikinn kraftabolta með endalausum háloftaspyrnum og kýlingum langt fram völlinn. KR-ingar virtust líka vera sáttir með sitt og þrátt fyrir að þeir hafi fallið ef til vill einum of aftarlega á völlinn var í raun fátt sem benti til þess að Stjörnumenn myndu skora. Það trylltist því allt á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Tryggvi sveinn, fyrrum varnarmaður KR, var réttur maður á réttum stað og náði að pota inn jöfnunarmarkinu af stuttu færi og þar við sat. Risastórt stig fyrir Stjörnumenn staðreynd miðað við hvernig leikurinn spilaðist en KR-ingar að vonum svekktir og eitt stig rýr uppskera í Garðabænum í kvöld.Tölfræðin:Stjarnan - KR 1-1 0-1 Björgólfur Takefusa (31.) 1-1 Tryggvi Sveinn Bjarnason (90.+5.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 1.459 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (4) Skot (á mark): 9-8 (4-3) Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Stefán Logi 3 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 19-15 Rangstöður: 1-6Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Guðni Rúnar Helgason 6 Daníel Laxdal 7 *Tryggvi Bjarnason 7 -Maður leiksins Hafsteinn Rúnar Helgason 3 (38., Jóhann Laxdal 5) Björn Pálsson 5 Birgir Hrafn Birgisson 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (75., Magnús Björgvinsson -) Arnar Már Björgvinsson 3 (88., Richard Hurlin -) Halldór Orri Björnsson 5 Ellert Hreinsson 2KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 7 Jordao Diogo 6 *Óskar Örn Hauksson 7 (84., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævarsson 6 Bjarni Guðjónsson 6 Baldur Sigurðsson 6 Prince Rajcomar 5 (75., Gunnar Örn Jónsson-) Björgólfur Takefusa 6 (84., Guðmundur Pétursso Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og KR í 10. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - KR . Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira