Enski boltinn

Benitez hvetur Keane til að leggja hart að sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Keane, leikmaður Liverpool.
Robbie Keane, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Robbie Keane verði að sýna vinnusemi til þess að festa sig í sessi sem mikilvægur leikmaður hjá liðinu.

Keane var ekki í leikmannahópi Liverpool sem mætti Everton á sunnudaginn en verður í hópi Liverpool fyrir leikinn gegn Wigan í kvöld.

„Robbie er ef til vill ekki að spila eins og hann getur best," sagði Benitez. „En hann vill berjast fyrir sinni stöðu. Til þess verður hann að leggja hart að sér og ef við teljum að hann geti lagt eitthvað af mörkum munum við nota hann."

Keane kom til Liverpool frá Tottenham í júlí í fyrra fyrir 20,3 milljónir punda en hefur ekki þótt standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark í sínum ellefta leik og hefur alls skorað sjö mörk á tímabilinu í öllum keppnum.

Keane hefur verið orðaður við Tottenham, Manchester City og Newcastle en Benitez hefur ítrekað að enginn leikmaður liðsins fari frá félaginu nú í janúarmánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×