Fótbolti

Celtic úr leik í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Artur Boruc, markvörður Celtic.
Artur Boruc, markvörður Celtic. Nordic Photos / Getty Images
Celtic féll í dag óvænt úr leik í skosku bikarkeppninni er liðið tapaði fyrir St. Mirren í fjórðungsúrslitum keppninnar.

Það var Billy Mehmet sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Celtic fékk eitt ágætt færi í fyrri hálfleik og þá var mark réttilega dæmt af liðinu vegna rangstöðu.

Það sem er enn merkilegra við þessa niðurstöðu er að Celtic vann 7-0 sigur á St. Mirren þegar þessi lið mættust í deildinni um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×