Lífið

Zúúber fer um landið

Sigga Lund Zúúberkona.
Sigga Lund Zúúberkona.

Í tilefni af tuttugu ára afmæli útvarpsstöðvarinnar FM 957 ætlar hún að flakka um landið í sumar og halda skemmtanir og dansleiki undir nafninu Zúúber á sviði og Zúúber grúbban.

Zúúber á sviði er skemmtun sem er byggð á samskiptum kynjanna. Þar munu þau Svali, Gassi og Sigga spjalla hispurslaust við áhorfendur um samskipti kynjanna. Zúúber grúbban er ballhljómsveit skipuð þekktum tónlistarmönnum á borð við Ingó Veðurguð, Einar Ágúst og Gunnar Ólason úr Skítamóral. Næsta uppákoma Zúúber verður á Selfossi 4. og 5. júní þar sem væntanlega verður mikið um dýrðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.