Umfjöllun: Blikar gerðu út um leikinn á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik Ómar Þorgeirsson skrifar 31. ágúst 2009 22:15 Frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar fyrr í sumar. Mynd/Arnþór Breiðablik hélt uppteknum hætti í Pepsi-deild karla í kvöld með 1-3 sigri gegn Stjörnunni á Stjörnuvellinum í Garðabæ. Öll mörk Blika komu á átta mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks en strákarnir hans Ólafs Kristjánssonar hafa nú halað inn þrettán stigum í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti á Stjörnuvellinum í kvöld og strax á 4. mínútu áttu þeir efnilega sókn þegar Andri Rafn Yeoman átti sendingu fyrir markið á Alfreð Finnbogason sem átti skot í slá úr ákjósanlega færi. Alfreð átti þó heldur betur eftir að koma meira við sögu síðar í leiknum. Gestirnir voru að spila boltanum betur sín á milli og koma sér í hættulegri færi heldur en heimamenn sem virkuðu þungir á sér og sóknaraðgerðir þeirra voru ómarkvissar. Það var hins vegar ekki fyrr en á 36. mínútu þegar flóðgáttir opnuðust. Fyrirliðinn Kári Ársælsson, sem steig vart feilspor í leiknum, kom Breiðabliki þá yfir með góðu skallamarki eftir hornspyrnu Kristins Steindórssonar. Þá var komið að markahróknum Alfreð sem tók sig til og bætti við öðru marki fyrir Blika fimm mínútum síðar með hnitmiðuðu skoti upp í markhornið fjær, óverjandi fyrir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Alfreð var svo aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann nikkaði boltanum framhjá Bjarna Þórði og skoraði þriðja mark Blika og þar við sat í hálfleik. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik og það skilaði sínu því allt annað var að sjá til leiks Stjörnumanna eftir fremur dapran fyrri hálfleik. Stjörnumenn pressuðu stíft að marki Blika en gestirnir voru fastir fyrir og það var ekki fyrr en á 74. mínútu að Tryggvi Sveinn Bjarnason náði að minnka muninn eftir klafs í vítateig Blika. Liðin skiptust svo á að sækja á lokakaflanum en hvorugu liðinu tókst að skora og sigur Breiðabliks var í raun aldrei í hættu. Breiðablik skaust upp að hlið Fram í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en bæði lið eru með 28 stig eftir 19 leiki en Framarar eru með hagstæðari markatölu. Stjarnan er aftur á móti áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig eftir 19 leiki og hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og gert eitt jafntefli. Tölfræðin: Stjarnan-Breiðablik 1-3 0-1 Kári Ársælsson (36.) 0-2 Alfreð Finnbogason (41.) 0-3 Alfreð Finnbogason (43.) 1-3 Tryggvi Sveinn Bjarnason (74.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 838 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7) Skot (á mark): 13-12 (7-7) Varin skot: Bjarni Þórður 3 - Ingvar Þór 6 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-13 Rangstöður: 1-5Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 6 Hafþór Rúnar Helgason 3 (46., Baldvin Sturluson 6) Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 5 Heiðar Atli Emilsson 4 (87., Magnús Björgvinsson -) Andri Sigurjónsson 4 Halldór Orri Björnsson 6 Alfreð Elías Jóhannsson 3 (46., Þorvaldur Árnason 6)Breiðablik (4-5-1) Ingvar Þór Kale 7 Árni Kristinn Gunnarsson 6*Kári Ársælsson 8 - maður leiksins Elfar Freyr Helgason 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (24., Guðmann Þórisson 7) Alfreð Finnbogason 8 (89., Haukur Baldvinsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Andri Rafn Yeoman 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 (61., Olgeir Sigurgeirsson 6) Guðmundur Pétursson 7 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Breiðablik. Leikurinn hófst klukkan 18.00 en hægt var að fylgjast með öllum leikjunum kvöldsins samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Breiðablik hélt uppteknum hætti í Pepsi-deild karla í kvöld með 1-3 sigri gegn Stjörnunni á Stjörnuvellinum í Garðabæ. Öll mörk Blika komu á átta mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks en strákarnir hans Ólafs Kristjánssonar hafa nú halað inn þrettán stigum í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti á Stjörnuvellinum í kvöld og strax á 4. mínútu áttu þeir efnilega sókn þegar Andri Rafn Yeoman átti sendingu fyrir markið á Alfreð Finnbogason sem átti skot í slá úr ákjósanlega færi. Alfreð átti þó heldur betur eftir að koma meira við sögu síðar í leiknum. Gestirnir voru að spila boltanum betur sín á milli og koma sér í hættulegri færi heldur en heimamenn sem virkuðu þungir á sér og sóknaraðgerðir þeirra voru ómarkvissar. Það var hins vegar ekki fyrr en á 36. mínútu þegar flóðgáttir opnuðust. Fyrirliðinn Kári Ársælsson, sem steig vart feilspor í leiknum, kom Breiðabliki þá yfir með góðu skallamarki eftir hornspyrnu Kristins Steindórssonar. Þá var komið að markahróknum Alfreð sem tók sig til og bætti við öðru marki fyrir Blika fimm mínútum síðar með hnitmiðuðu skoti upp í markhornið fjær, óverjandi fyrir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Alfreð var svo aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann nikkaði boltanum framhjá Bjarna Þórði og skoraði þriðja mark Blika og þar við sat í hálfleik. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik og það skilaði sínu því allt annað var að sjá til leiks Stjörnumanna eftir fremur dapran fyrri hálfleik. Stjörnumenn pressuðu stíft að marki Blika en gestirnir voru fastir fyrir og það var ekki fyrr en á 74. mínútu að Tryggvi Sveinn Bjarnason náði að minnka muninn eftir klafs í vítateig Blika. Liðin skiptust svo á að sækja á lokakaflanum en hvorugu liðinu tókst að skora og sigur Breiðabliks var í raun aldrei í hættu. Breiðablik skaust upp að hlið Fram í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en bæði lið eru með 28 stig eftir 19 leiki en Framarar eru með hagstæðari markatölu. Stjarnan er aftur á móti áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig eftir 19 leiki og hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og gert eitt jafntefli. Tölfræðin: Stjarnan-Breiðablik 1-3 0-1 Kári Ársælsson (36.) 0-2 Alfreð Finnbogason (41.) 0-3 Alfreð Finnbogason (43.) 1-3 Tryggvi Sveinn Bjarnason (74.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 838 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7) Skot (á mark): 13-12 (7-7) Varin skot: Bjarni Þórður 3 - Ingvar Þór 6 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-13 Rangstöður: 1-5Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 6 Hafþór Rúnar Helgason 3 (46., Baldvin Sturluson 6) Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 5 Heiðar Atli Emilsson 4 (87., Magnús Björgvinsson -) Andri Sigurjónsson 4 Halldór Orri Björnsson 6 Alfreð Elías Jóhannsson 3 (46., Þorvaldur Árnason 6)Breiðablik (4-5-1) Ingvar Þór Kale 7 Árni Kristinn Gunnarsson 6*Kári Ársælsson 8 - maður leiksins Elfar Freyr Helgason 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (24., Guðmann Þórisson 7) Alfreð Finnbogason 8 (89., Haukur Baldvinsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Andri Rafn Yeoman 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 (61., Olgeir Sigurgeirsson 6) Guðmundur Pétursson 7 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Breiðablik. Leikurinn hófst klukkan 18.00 en hægt var að fylgjast með öllum leikjunum kvöldsins samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira