Umfjöllun: Blikar gerðu út um leikinn á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik Ómar Þorgeirsson skrifar 31. ágúst 2009 22:15 Frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar fyrr í sumar. Mynd/Arnþór Breiðablik hélt uppteknum hætti í Pepsi-deild karla í kvöld með 1-3 sigri gegn Stjörnunni á Stjörnuvellinum í Garðabæ. Öll mörk Blika komu á átta mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks en strákarnir hans Ólafs Kristjánssonar hafa nú halað inn þrettán stigum í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti á Stjörnuvellinum í kvöld og strax á 4. mínútu áttu þeir efnilega sókn þegar Andri Rafn Yeoman átti sendingu fyrir markið á Alfreð Finnbogason sem átti skot í slá úr ákjósanlega færi. Alfreð átti þó heldur betur eftir að koma meira við sögu síðar í leiknum. Gestirnir voru að spila boltanum betur sín á milli og koma sér í hættulegri færi heldur en heimamenn sem virkuðu þungir á sér og sóknaraðgerðir þeirra voru ómarkvissar. Það var hins vegar ekki fyrr en á 36. mínútu þegar flóðgáttir opnuðust. Fyrirliðinn Kári Ársælsson, sem steig vart feilspor í leiknum, kom Breiðabliki þá yfir með góðu skallamarki eftir hornspyrnu Kristins Steindórssonar. Þá var komið að markahróknum Alfreð sem tók sig til og bætti við öðru marki fyrir Blika fimm mínútum síðar með hnitmiðuðu skoti upp í markhornið fjær, óverjandi fyrir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Alfreð var svo aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann nikkaði boltanum framhjá Bjarna Þórði og skoraði þriðja mark Blika og þar við sat í hálfleik. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik og það skilaði sínu því allt annað var að sjá til leiks Stjörnumanna eftir fremur dapran fyrri hálfleik. Stjörnumenn pressuðu stíft að marki Blika en gestirnir voru fastir fyrir og það var ekki fyrr en á 74. mínútu að Tryggvi Sveinn Bjarnason náði að minnka muninn eftir klafs í vítateig Blika. Liðin skiptust svo á að sækja á lokakaflanum en hvorugu liðinu tókst að skora og sigur Breiðabliks var í raun aldrei í hættu. Breiðablik skaust upp að hlið Fram í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en bæði lið eru með 28 stig eftir 19 leiki en Framarar eru með hagstæðari markatölu. Stjarnan er aftur á móti áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig eftir 19 leiki og hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og gert eitt jafntefli. Tölfræðin: Stjarnan-Breiðablik 1-3 0-1 Kári Ársælsson (36.) 0-2 Alfreð Finnbogason (41.) 0-3 Alfreð Finnbogason (43.) 1-3 Tryggvi Sveinn Bjarnason (74.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 838 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7) Skot (á mark): 13-12 (7-7) Varin skot: Bjarni Þórður 3 - Ingvar Þór 6 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-13 Rangstöður: 1-5Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 6 Hafþór Rúnar Helgason 3 (46., Baldvin Sturluson 6) Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 5 Heiðar Atli Emilsson 4 (87., Magnús Björgvinsson -) Andri Sigurjónsson 4 Halldór Orri Björnsson 6 Alfreð Elías Jóhannsson 3 (46., Þorvaldur Árnason 6)Breiðablik (4-5-1) Ingvar Þór Kale 7 Árni Kristinn Gunnarsson 6*Kári Ársælsson 8 - maður leiksins Elfar Freyr Helgason 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (24., Guðmann Þórisson 7) Alfreð Finnbogason 8 (89., Haukur Baldvinsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Andri Rafn Yeoman 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 (61., Olgeir Sigurgeirsson 6) Guðmundur Pétursson 7 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Breiðablik. Leikurinn hófst klukkan 18.00 en hægt var að fylgjast með öllum leikjunum kvöldsins samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Breiðablik hélt uppteknum hætti í Pepsi-deild karla í kvöld með 1-3 sigri gegn Stjörnunni á Stjörnuvellinum í Garðabæ. Öll mörk Blika komu á átta mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks en strákarnir hans Ólafs Kristjánssonar hafa nú halað inn þrettán stigum í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti á Stjörnuvellinum í kvöld og strax á 4. mínútu áttu þeir efnilega sókn þegar Andri Rafn Yeoman átti sendingu fyrir markið á Alfreð Finnbogason sem átti skot í slá úr ákjósanlega færi. Alfreð átti þó heldur betur eftir að koma meira við sögu síðar í leiknum. Gestirnir voru að spila boltanum betur sín á milli og koma sér í hættulegri færi heldur en heimamenn sem virkuðu þungir á sér og sóknaraðgerðir þeirra voru ómarkvissar. Það var hins vegar ekki fyrr en á 36. mínútu þegar flóðgáttir opnuðust. Fyrirliðinn Kári Ársælsson, sem steig vart feilspor í leiknum, kom Breiðabliki þá yfir með góðu skallamarki eftir hornspyrnu Kristins Steindórssonar. Þá var komið að markahróknum Alfreð sem tók sig til og bætti við öðru marki fyrir Blika fimm mínútum síðar með hnitmiðuðu skoti upp í markhornið fjær, óverjandi fyrir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Alfreð var svo aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann nikkaði boltanum framhjá Bjarna Þórði og skoraði þriðja mark Blika og þar við sat í hálfleik. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik og það skilaði sínu því allt annað var að sjá til leiks Stjörnumanna eftir fremur dapran fyrri hálfleik. Stjörnumenn pressuðu stíft að marki Blika en gestirnir voru fastir fyrir og það var ekki fyrr en á 74. mínútu að Tryggvi Sveinn Bjarnason náði að minnka muninn eftir klafs í vítateig Blika. Liðin skiptust svo á að sækja á lokakaflanum en hvorugu liðinu tókst að skora og sigur Breiðabliks var í raun aldrei í hættu. Breiðablik skaust upp að hlið Fram í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en bæði lið eru með 28 stig eftir 19 leiki en Framarar eru með hagstæðari markatölu. Stjarnan er aftur á móti áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig eftir 19 leiki og hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og gert eitt jafntefli. Tölfræðin: Stjarnan-Breiðablik 1-3 0-1 Kári Ársælsson (36.) 0-2 Alfreð Finnbogason (41.) 0-3 Alfreð Finnbogason (43.) 1-3 Tryggvi Sveinn Bjarnason (74.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 838 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7) Skot (á mark): 13-12 (7-7) Varin skot: Bjarni Þórður 3 - Ingvar Þór 6 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-13 Rangstöður: 1-5Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 6 Hafþór Rúnar Helgason 3 (46., Baldvin Sturluson 6) Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 5 Heiðar Atli Emilsson 4 (87., Magnús Björgvinsson -) Andri Sigurjónsson 4 Halldór Orri Björnsson 6 Alfreð Elías Jóhannsson 3 (46., Þorvaldur Árnason 6)Breiðablik (4-5-1) Ingvar Þór Kale 7 Árni Kristinn Gunnarsson 6*Kári Ársælsson 8 - maður leiksins Elfar Freyr Helgason 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (24., Guðmann Þórisson 7) Alfreð Finnbogason 8 (89., Haukur Baldvinsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Andri Rafn Yeoman 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 (61., Olgeir Sigurgeirsson 6) Guðmundur Pétursson 7 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Breiðablik. Leikurinn hófst klukkan 18.00 en hægt var að fylgjast með öllum leikjunum kvöldsins samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti