Umfjöllun: Þróttur heldur í veika von - meiri spenna á toppnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. ágúst 2009 16:05 Úr leik Þróttar og FH frá því fyrr í sumar. Mynd/Arnþór Þróttur og FH skildu jöfn eftir markalausan leik á Valbjarnarvelli í kvöld. Með stiginu halda Þróttarar í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Þróttur er nú níu stigum á eftir Grindavík og ÍBV þegar níu stig eru enn í pottinum. Liðið er þar að auki með lakara markahlutfall en bæði þessi lið. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi hjá Þrótturum. FH er nú með fimm stiga forystu á KR þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni og níu stig í pottinum. Úrslitin halda því einnig smá spennu í titilbaráttunni. Heimamenn byrjuðu leikinn af ágætum krafti og ætluðu greinilega að selja sig dýrt - enda allt undir hjá Þrótturum. En fljótlega náðu FH-ingar undirtökunum í leiknum og átti Hjörtur Logi Valgarðsson fínt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í slánni. Það gerðist á níundu mínútu og stuttu síðar komst Alexander Söderlund í gott færi sem var vel varið hjá Henryk Boedker. Leikurinn koðnaði niður eftir þetta og gerðist ekki mikið inn á vellinum ef frá eru talin tvö ágæt færi FH-inga. Í fyrra skiptið varði Hafþór Ægir Vilhjálmsson skot Atla Viðars Björnssonar á línu og í það síðara varði Boedker vel á markinu skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. En annars var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik og hvorugt lið að spila sérstakan fótbolta. Eftir fremur rólega byrjun í síðari hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum á ný og sköpuðu sér sín hættulegustu færi í leiknum. Fyrst komst Hjörtur Logi einn í gegnum vörn Þróttara en Boedker varði vel frá honum. Atli Viðar komst svo í næstu sókn í frábært skotfæri en dúndraði knattinum langt framhjá. FH-ingar sóttu stíft um miðbik síðari hálfleiksins og Þróttarar gerðu vel til þess að verjast hverri stórsókn þeirra á eftir annarri. Heimamenn komust svo í hættulega skyndisókn á 81. mínútu þar sem þeir hefðu hæglega getað stolið sigrinum. Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði að snúa af sér Sverri Garðarsson og kom skoti að marki. Það fór framhjá Daða í markinu en Andrew Malsom var nálægt því að ná að fylgja því eftir með því að skora í autt markið. En Sverrir náði að bjarga því fyrir horn á síðustu stundu. Stuttu síðar átti Þórður Steinar Hreiðarsson skot í stöng á marki FH-inga eftir fína sókn og sendingu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Þórður Steinar komst svo í aftur gott skotfæri stuttu síðar en í þetta sinn varði Daði Lárusson vel í marki FH. Bæði lið sóttu nokkuð stíft á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut. Leikmenn beggja liða gengu því ósáttir af velli.Þróttur - FH 0-0 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 9-12 (4-7)Varin skot: Boedker 5 - Daði 3.Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 8-12Rangstöður: 0-0Þróttur (4-3-3): Henryk Boedker 7 - maður leiksins Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 7 Þórður Steinar Hreiðarsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (70. Andrés Vilhjálmsson -) Hallur Hallsson 6 Morten Smidt 6 Samuel Malsom 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 (90. Vilhjálmur Pálmason -)FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 6 Kristján Gauti Emilsson 5 (59. Atli Guðnason 6) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Atli Viðar Björnsson 5 Alexander Söderlund 5 (76, Brynjar Benediktsson -) Ólafur Páll Snorrason 6 Leiknum var lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Þróttur - FH. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Þróttur og FH skildu jöfn eftir markalausan leik á Valbjarnarvelli í kvöld. Með stiginu halda Þróttarar í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Þróttur er nú níu stigum á eftir Grindavík og ÍBV þegar níu stig eru enn í pottinum. Liðið er þar að auki með lakara markahlutfall en bæði þessi lið. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi hjá Þrótturum. FH er nú með fimm stiga forystu á KR þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni og níu stig í pottinum. Úrslitin halda því einnig smá spennu í titilbaráttunni. Heimamenn byrjuðu leikinn af ágætum krafti og ætluðu greinilega að selja sig dýrt - enda allt undir hjá Þrótturum. En fljótlega náðu FH-ingar undirtökunum í leiknum og átti Hjörtur Logi Valgarðsson fínt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í slánni. Það gerðist á níundu mínútu og stuttu síðar komst Alexander Söderlund í gott færi sem var vel varið hjá Henryk Boedker. Leikurinn koðnaði niður eftir þetta og gerðist ekki mikið inn á vellinum ef frá eru talin tvö ágæt færi FH-inga. Í fyrra skiptið varði Hafþór Ægir Vilhjálmsson skot Atla Viðars Björnssonar á línu og í það síðara varði Boedker vel á markinu skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. En annars var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik og hvorugt lið að spila sérstakan fótbolta. Eftir fremur rólega byrjun í síðari hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum á ný og sköpuðu sér sín hættulegustu færi í leiknum. Fyrst komst Hjörtur Logi einn í gegnum vörn Þróttara en Boedker varði vel frá honum. Atli Viðar komst svo í næstu sókn í frábært skotfæri en dúndraði knattinum langt framhjá. FH-ingar sóttu stíft um miðbik síðari hálfleiksins og Þróttarar gerðu vel til þess að verjast hverri stórsókn þeirra á eftir annarri. Heimamenn komust svo í hættulega skyndisókn á 81. mínútu þar sem þeir hefðu hæglega getað stolið sigrinum. Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði að snúa af sér Sverri Garðarsson og kom skoti að marki. Það fór framhjá Daða í markinu en Andrew Malsom var nálægt því að ná að fylgja því eftir með því að skora í autt markið. En Sverrir náði að bjarga því fyrir horn á síðustu stundu. Stuttu síðar átti Þórður Steinar Hreiðarsson skot í stöng á marki FH-inga eftir fína sókn og sendingu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Þórður Steinar komst svo í aftur gott skotfæri stuttu síðar en í þetta sinn varði Daði Lárusson vel í marki FH. Bæði lið sóttu nokkuð stíft á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut. Leikmenn beggja liða gengu því ósáttir af velli.Þróttur - FH 0-0 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 9-12 (4-7)Varin skot: Boedker 5 - Daði 3.Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 8-12Rangstöður: 0-0Þróttur (4-3-3): Henryk Boedker 7 - maður leiksins Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 7 Þórður Steinar Hreiðarsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (70. Andrés Vilhjálmsson -) Hallur Hallsson 6 Morten Smidt 6 Samuel Malsom 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 (90. Vilhjálmur Pálmason -)FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 6 Kristján Gauti Emilsson 5 (59. Atli Guðnason 6) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Atli Viðar Björnsson 5 Alexander Söderlund 5 (76, Brynjar Benediktsson -) Ólafur Páll Snorrason 6 Leiknum var lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Þróttur - FH.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira