Íslenski boltinn

Rafn Andri til liðs við Breiðablik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rafn Andri í nýja búningnum.
Rafn Andri í nýja búningnum. mynd/blikar.is

Þróttarinn Rafn Andri Haraldsson er genginn í raðir Breiðabliks en Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að hann væri líklega á leið í Kópavoginn.

Þessi tvítugi strákur skrifaði undir samning við Blikana til ársins 2012.

Rafn Andri hefur leikið með Þrótti allan sinn feril og á leiki með öllum yngri landsliðum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×