Erlent

Bannað að birta hluta af framburði Mumbai-árásarmanns

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Taj Mahal-hótelið í Mumbai í ljósum logum meðan á árásinni stóð.
Taj Mahal-hótelið í Mumbai í ljósum logum meðan á árásinni stóð.
Indverskur dómari hefur bannað fjölmiðlum að birta hluta af framburði Mohammad Ajmal Kasab sem er ákærður fyrir árásirnar í Mumbai á Indlandi í lok síðasta árs. Þetta rökstyður dómarinn með því að framburðurinn geti valdið úlfúð milli hindúa og múslima. Kasab tilheyrir pakistönsku hryðjuverkasamtökunum Lashkar-e-Taiba og hefur játað á sig sök í málinu. Árásin stóð yfir í þrjá daga og lágu alls 166 manns í valnum áður en yfir lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×