Arnar Grétars: Ætlum okkur klárlega þrjú stig Elvar Geir Magnússon skrifar 23. júlí 2009 12:36 Arnar Grétarsson, miðjumaður Breiðabliks og aðstoðarþjálfari liðsins. Breiðablik beið afhroð á Valbjarnarvelli í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikmenn liðsins eru væntanlega staðráðnir í að bæta upp fyrir það í kvöld þegar þeir taka á móti botnliði ÍBV á Kópavogsvelli. „Það er aldrei gott að tapa og sérstaklega ekki 4-0. Þessi leikur gegn Þrótti var samt furðulegur. Ég vil meina að við höfum verið að spila vel fram að þriðja markinu. En við gerðum skelfileg mistök, menn þurfa að dekka í hornum og svo gefum við þeim annað markið. Þar að auki vorum við ekki að nýta okkar færi," segir Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks. „Í sumar höfum við oft verið að spila vel en erum ekki að nýta okkar færi. Svo gefum við ódýr mörk, mörg mörk úr föstum leikatriðum. Þessi leikur í kvöld er rosalega mikilvægur til að koma okkur frá botninum og við ætlum okkur klárlega þrjú stig. Við höfum ekki verið í þessum botnpakka hingað til en ef við töpum í kvöld sogumst við meira inn í hann." „Við eigum svo FH næsta sunnudag og mjög mikilvægan bikarleik fyrir Verslunarmannahelgi. Þar eigum við möguleika á að bjarga einhverju út úr sumrinu. Það er samt ljóst í þessari deild að ef maður nær góðu skriði þá er þetta rosalega fljótt að breytast. Ef menn taka nokkra sigra í röð þá er staðan allt í einu orðin allt önnur," segir Arnar. Breiðablik hefur fengið einn leikmann í félagaskiptaglugganum, Guðmund Pétursson á láni frá KR. Guðmundur kom inn sem varamaður gegn Þrótti. „Guðmundur hefur komið mér skemmtilega á óvart og hann kemur með aukna samkeppni fram á við. Ég hafði bara séð hann þegar hann var að koma inn sem varamaður hjá KR. Hann virkar líkamlega sterkur og hefur meira en það, hann er fínn á boltann og alhliða góður leikmaður. Mér finnst hann veruleg búbót," segir Arnar. Leikur Breiðabliks og ÍBV hefst klukkan 19:15 í kvöld en þrír aðrir leikir verða í Pepsi-deildinni í kvöld. Á sama tíma mætast Fjölnir og Valur í Grafarvogi og Keflavík fær Fylki í heimsókn. Klukkan 20 hefst síðan leikur Stjörnunnar og Þróttar beint á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni. 23. júlí 2009 11:41 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Breiðablik beið afhroð á Valbjarnarvelli í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikmenn liðsins eru væntanlega staðráðnir í að bæta upp fyrir það í kvöld þegar þeir taka á móti botnliði ÍBV á Kópavogsvelli. „Það er aldrei gott að tapa og sérstaklega ekki 4-0. Þessi leikur gegn Þrótti var samt furðulegur. Ég vil meina að við höfum verið að spila vel fram að þriðja markinu. En við gerðum skelfileg mistök, menn þurfa að dekka í hornum og svo gefum við þeim annað markið. Þar að auki vorum við ekki að nýta okkar færi," segir Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks. „Í sumar höfum við oft verið að spila vel en erum ekki að nýta okkar færi. Svo gefum við ódýr mörk, mörg mörk úr föstum leikatriðum. Þessi leikur í kvöld er rosalega mikilvægur til að koma okkur frá botninum og við ætlum okkur klárlega þrjú stig. Við höfum ekki verið í þessum botnpakka hingað til en ef við töpum í kvöld sogumst við meira inn í hann." „Við eigum svo FH næsta sunnudag og mjög mikilvægan bikarleik fyrir Verslunarmannahelgi. Þar eigum við möguleika á að bjarga einhverju út úr sumrinu. Það er samt ljóst í þessari deild að ef maður nær góðu skriði þá er þetta rosalega fljótt að breytast. Ef menn taka nokkra sigra í röð þá er staðan allt í einu orðin allt önnur," segir Arnar. Breiðablik hefur fengið einn leikmann í félagaskiptaglugganum, Guðmund Pétursson á láni frá KR. Guðmundur kom inn sem varamaður gegn Þrótti. „Guðmundur hefur komið mér skemmtilega á óvart og hann kemur með aukna samkeppni fram á við. Ég hafði bara séð hann þegar hann var að koma inn sem varamaður hjá KR. Hann virkar líkamlega sterkur og hefur meira en það, hann er fínn á boltann og alhliða góður leikmaður. Mér finnst hann veruleg búbót," segir Arnar. Leikur Breiðabliks og ÍBV hefst klukkan 19:15 í kvöld en þrír aðrir leikir verða í Pepsi-deildinni í kvöld. Á sama tíma mætast Fjölnir og Valur í Grafarvogi og Keflavík fær Fylki í heimsókn. Klukkan 20 hefst síðan leikur Stjörnunnar og Þróttar beint á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni. 23. júlí 2009 11:41 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni. 23. júlí 2009 11:41