Umfjöllun: Keflvíkingar til alls líklegir eftir sigur á Fylki í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2009 18:15 Haukur Ingi Guðnason og Valur Fannar Gíslason eigast hér við í fyrri leik liðanna. Mynd/Valli Keflvíkingar héldu áfram góðu gengi sínu á Sparisjóðsvellinum í Keflavík með 1-0 sigri á Fylki í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Fyrirliðinn Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmarkið eftir tæpan klukkutímaleik. Fyrri hálfleik var jafn en heimamenn í Keflavík áttu þó hættulegri færi sem flest komu í kringum Guðmund Steinarsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik. Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og voru mun ákveðnir en í fyrri hálfleik en það voru þó Keflvíkingar sem nýttu sér kapp gestanna og skoruðu fyrsta markið á 58. mínútu. Símun Samuelsen spilaði þá Guðmund Steinarsson frían í teignum, Guðmundur tók sinn tíma að leggja boltann fyrir sér en missti hann síðan til Hólmars Arnar Rúnarssonar sem skoraði auðveldlega rétt fyrir utan markteiginn. Þetta reyndist vera eina mark leiksins. Keflvíkingar héldu áfram að ógna Fylkismönnum en þrátt fyrir margar lofandi sóknir vantaði liðinu oft að klára síðustu sendingarnar upp við vítateig Fylkismanna. Fylkismenn pressuðu mikið undir lok leiksins en náðu ekki að skapa sér alvöru færi þó oft hafi munað litlu að meira yrði úr sóknum þeirra. Keflavíkurvörnin með Alen Sutej í fararbroddi hélt út og heimamenn fögnuðu sigri. Keflavík hefur nú unnið 6 af 7 heimaleikjum sínum í sumar og náð í 19 af 21 stigi í boði. Fylkir þarf aftur á móti að bíða enn lengur eftir fyrsta deildarsigri sínum í Keflavík. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Fylkir Tölfræðin: Keflavík-Fylkir 1-0 1-0 Hólmar Örn Rúnarsson (58.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: Ekki uppgefið Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson (5) Skot (á mark): 14-11 (5-6) Varin skot: Lasse 6 - Fjalar 2. Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 16-9 Rangstöður: 6-2 Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 - Maður leiksins - Brynjar Guðmundsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 4 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (86., Einar Orri Einarsson -) Símun Eiler Samuelsen 6 Haukur Ingi Guðnason 6 (69., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Guðmundur Steinarsson 7 Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Ólafur Stígsson 6 Þórir Hannesson 5 (46., Kjartan Andri Baldvinsson 6) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 (69., Theódór Óskarsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Albert Brynjar Ingason 3 (72., Pape Mamadou Faye -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Keflvíkingar héldu áfram góðu gengi sínu á Sparisjóðsvellinum í Keflavík með 1-0 sigri á Fylki í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Fyrirliðinn Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmarkið eftir tæpan klukkutímaleik. Fyrri hálfleik var jafn en heimamenn í Keflavík áttu þó hættulegri færi sem flest komu í kringum Guðmund Steinarsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik. Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og voru mun ákveðnir en í fyrri hálfleik en það voru þó Keflvíkingar sem nýttu sér kapp gestanna og skoruðu fyrsta markið á 58. mínútu. Símun Samuelsen spilaði þá Guðmund Steinarsson frían í teignum, Guðmundur tók sinn tíma að leggja boltann fyrir sér en missti hann síðan til Hólmars Arnar Rúnarssonar sem skoraði auðveldlega rétt fyrir utan markteiginn. Þetta reyndist vera eina mark leiksins. Keflvíkingar héldu áfram að ógna Fylkismönnum en þrátt fyrir margar lofandi sóknir vantaði liðinu oft að klára síðustu sendingarnar upp við vítateig Fylkismanna. Fylkismenn pressuðu mikið undir lok leiksins en náðu ekki að skapa sér alvöru færi þó oft hafi munað litlu að meira yrði úr sóknum þeirra. Keflavíkurvörnin með Alen Sutej í fararbroddi hélt út og heimamenn fögnuðu sigri. Keflavík hefur nú unnið 6 af 7 heimaleikjum sínum í sumar og náð í 19 af 21 stigi í boði. Fylkir þarf aftur á móti að bíða enn lengur eftir fyrsta deildarsigri sínum í Keflavík. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Fylkir Tölfræðin: Keflavík-Fylkir 1-0 1-0 Hólmar Örn Rúnarsson (58.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: Ekki uppgefið Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson (5) Skot (á mark): 14-11 (5-6) Varin skot: Lasse 6 - Fjalar 2. Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 16-9 Rangstöður: 6-2 Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 - Maður leiksins - Brynjar Guðmundsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 4 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (86., Einar Orri Einarsson -) Símun Eiler Samuelsen 6 Haukur Ingi Guðnason 6 (69., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Guðmundur Steinarsson 7 Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Ólafur Stígsson 6 Þórir Hannesson 5 (46., Kjartan Andri Baldvinsson 6) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 (69., Theódór Óskarsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Albert Brynjar Ingason 3 (72., Pape Mamadou Faye -) Ingimundur Níels Óskarsson 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira