Umfjöllun: Keflvíkingar til alls líklegir eftir sigur á Fylki í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2009 18:15 Haukur Ingi Guðnason og Valur Fannar Gíslason eigast hér við í fyrri leik liðanna. Mynd/Valli Keflvíkingar héldu áfram góðu gengi sínu á Sparisjóðsvellinum í Keflavík með 1-0 sigri á Fylki í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Fyrirliðinn Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmarkið eftir tæpan klukkutímaleik. Fyrri hálfleik var jafn en heimamenn í Keflavík áttu þó hættulegri færi sem flest komu í kringum Guðmund Steinarsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik. Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og voru mun ákveðnir en í fyrri hálfleik en það voru þó Keflvíkingar sem nýttu sér kapp gestanna og skoruðu fyrsta markið á 58. mínútu. Símun Samuelsen spilaði þá Guðmund Steinarsson frían í teignum, Guðmundur tók sinn tíma að leggja boltann fyrir sér en missti hann síðan til Hólmars Arnar Rúnarssonar sem skoraði auðveldlega rétt fyrir utan markteiginn. Þetta reyndist vera eina mark leiksins. Keflvíkingar héldu áfram að ógna Fylkismönnum en þrátt fyrir margar lofandi sóknir vantaði liðinu oft að klára síðustu sendingarnar upp við vítateig Fylkismanna. Fylkismenn pressuðu mikið undir lok leiksins en náðu ekki að skapa sér alvöru færi þó oft hafi munað litlu að meira yrði úr sóknum þeirra. Keflavíkurvörnin með Alen Sutej í fararbroddi hélt út og heimamenn fögnuðu sigri. Keflavík hefur nú unnið 6 af 7 heimaleikjum sínum í sumar og náð í 19 af 21 stigi í boði. Fylkir þarf aftur á móti að bíða enn lengur eftir fyrsta deildarsigri sínum í Keflavík. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Fylkir Tölfræðin: Keflavík-Fylkir 1-0 1-0 Hólmar Örn Rúnarsson (58.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: Ekki uppgefið Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson (5) Skot (á mark): 14-11 (5-6) Varin skot: Lasse 6 - Fjalar 2. Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 16-9 Rangstöður: 6-2 Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 - Maður leiksins - Brynjar Guðmundsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 4 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (86., Einar Orri Einarsson -) Símun Eiler Samuelsen 6 Haukur Ingi Guðnason 6 (69., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Guðmundur Steinarsson 7 Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Ólafur Stígsson 6 Þórir Hannesson 5 (46., Kjartan Andri Baldvinsson 6) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 (69., Theódór Óskarsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Albert Brynjar Ingason 3 (72., Pape Mamadou Faye -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Keflvíkingar héldu áfram góðu gengi sínu á Sparisjóðsvellinum í Keflavík með 1-0 sigri á Fylki í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Fyrirliðinn Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmarkið eftir tæpan klukkutímaleik. Fyrri hálfleik var jafn en heimamenn í Keflavík áttu þó hættulegri færi sem flest komu í kringum Guðmund Steinarsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik. Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og voru mun ákveðnir en í fyrri hálfleik en það voru þó Keflvíkingar sem nýttu sér kapp gestanna og skoruðu fyrsta markið á 58. mínútu. Símun Samuelsen spilaði þá Guðmund Steinarsson frían í teignum, Guðmundur tók sinn tíma að leggja boltann fyrir sér en missti hann síðan til Hólmars Arnar Rúnarssonar sem skoraði auðveldlega rétt fyrir utan markteiginn. Þetta reyndist vera eina mark leiksins. Keflvíkingar héldu áfram að ógna Fylkismönnum en þrátt fyrir margar lofandi sóknir vantaði liðinu oft að klára síðustu sendingarnar upp við vítateig Fylkismanna. Fylkismenn pressuðu mikið undir lok leiksins en náðu ekki að skapa sér alvöru færi þó oft hafi munað litlu að meira yrði úr sóknum þeirra. Keflavíkurvörnin með Alen Sutej í fararbroddi hélt út og heimamenn fögnuðu sigri. Keflavík hefur nú unnið 6 af 7 heimaleikjum sínum í sumar og náð í 19 af 21 stigi í boði. Fylkir þarf aftur á móti að bíða enn lengur eftir fyrsta deildarsigri sínum í Keflavík. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Fylkir Tölfræðin: Keflavík-Fylkir 1-0 1-0 Hólmar Örn Rúnarsson (58.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: Ekki uppgefið Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson (5) Skot (á mark): 14-11 (5-6) Varin skot: Lasse 6 - Fjalar 2. Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 16-9 Rangstöður: 6-2 Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 - Maður leiksins - Brynjar Guðmundsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 4 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (86., Einar Orri Einarsson -) Símun Eiler Samuelsen 6 Haukur Ingi Guðnason 6 (69., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Guðmundur Steinarsson 7 Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Ólafur Stígsson 6 Þórir Hannesson 5 (46., Kjartan Andri Baldvinsson 6) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 (69., Theódór Óskarsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Albert Brynjar Ingason 3 (72., Pape Mamadou Faye -) Ingimundur Níels Óskarsson 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn