Enski boltinn

Ég hef alltaf hatað Liverpool

Rooney langar mikið til að vinna Liverpool á laugardaginn
Rooney langar mikið til að vinna Liverpool á laugardaginn Nordic Photos/Getty Images

Wayne Rooney hefur nú skvett olíu á eldinn fyrir stórleik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Leikurinn er sannkallaður úrslitaleikur fyrir titilvonir Liverpool en United-menn hafa sjö stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga leik til góða á Chelsea og Liverpool sem eru jöfn að stigum í öðru og þriðja sætinu.

Rooney er alinn upp í bláa hlutanum í Liverpool og spilaði sem kunnugt er með Everton áður en hann fór til Manchester United. Hann hefur því tvöfalda andstyggð á Liverpool-liðinu.

"Ég hlakka mikið til leiksins. Ég er alinn upp sem Everton-maður í Everton-fjölskyldu. Ég hataði Liverpool í æsku og það hefur ekkert breyst," sagði Rooney.

Hann segir pressuna alla á Liverpool fyrir leikinn á laugardaginn. "Það verður erfitt fyrir þá að koma á Old Trafford. Þeir vita að þeir verða að vinnna og verða því tilbúnir í slaginn, en það verðum við líka. Við munum gera út um vonir Liverpool á titlinum ef við vinnum og því hlökkum við mikið til leiksins. Þessi leikur gerir samt ekki út um titilbaráttuna því Chelsea er enn inni í myndinni líka," sagði Rooney í samtali við Sun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×