Enski boltinn

Collison missir úr sex vikur

Nordic Photos/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur staðfest að miðjumaðurinn Jack Collison verði úr leik næstu sex til sjö vikurnar eftir að hnéskel hans fór úr lið í leik gegn Wigan á dögunum.

Þetta er annað áfallið á stuttum tíma fyrir lærisveina Gianfranco Zola sem fyrir skömmu misstu Valon Behrami í meiðsli í hálft ár.

Walesverjinn Collison er tvítugur og hefur komið við sögu í 16 leikjum í deildinni og skorað í þeim þrjú mörk, en nú gæti farið svo að hann yrði frá allt fram í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×