Lífið

Hafdís Huld: Samsæriskenningar komnar á kreik

„Uppáhalds Jackson platan mín hefur samt alltaf verið jólaplatan með Jackson five. Hún er spiluð heima hjá mér á hverjum jólum," segir Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona sem býr í London.
„Uppáhalds Jackson platan mín hefur samt alltaf verið jólaplatan með Jackson five. Hún er spiluð heima hjá mér á hverjum jólum," segir Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona sem býr í London.

„Það eru allir fjölmiðlar hér fullir af fréttum að Michael Jackson, sérstakir þættir á öllum stöðvum með lögunum hans og allskonar samsæriskenningar strax komnar á kreik," svarar Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona, sem býr í London, aðspurð um viðbrögð fjölmiðla við fráfalli Michael Jackson í Bretlandi.

„Það er verið að líkja umræðunni í fjölmiðlum við það sem gerðist þegar Elvis og Marilyn Monroe fellu frá," bætir hún við og segir:

„Sama hvað fólki fannst um það hvernig Michael lifði sínu persónulega lífi held ég að enginn geti neitað því að maðurinn var alger snillingur þegar kom að tónlist og sviðsframkomu . Lögin hans hafa elst einstaklega vel og það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess þegar maður hlustar á til dæmis Thriller að þessar upptökur séu meira en 25 ára gamlar."

„Uppáhalds Jackson platan mín hefur samt alltaf verið jólaplatan með Jackson five. Hún er spiluð heima hjá mér á hverjum jólum," segir Hafdís áður en kvatt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.