Enski boltinn

Hiddink: Ég fer aftur til Rússlands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hiddink mun ekki hætta að þjálfa rússneska landsliðið.
Hiddink mun ekki hætta að þjálfa rússneska landsliðið. Nordic Photos / AFP

Guus Hiddink segir ekkert hæft í þeim sögusögnum sem hafa birst í enskum fjölmiðlum þess efnis að hann ætli að hætta þjálfun rússneska landslðisins og gera langtímasamning við Chelsea.

Það hefur einnig verið gefið í skyn að Dick Advocaat, þjálfari Zenit frá St. Pétursborg, myndi þá taka við þjálfun rússneska landsliðsins.

„Það er ekkert nýtt í þessu máli og við munum halda okkur við það sem áður hefur verið sagt," sagði Hiddink við enska fjölmiðla í dag. „Ef það verður eitthvað nýtt að frétta mun ég þá greina frá því."

Annars er Hiddink ánægður með hvernig honum hafi gengið að aðlagast nýja starfinu sínu. „Þetta hefur gengið nokkuð fljótt fyrir sig enda þekki ég nokkuð til ensku úrvalsdeildarinnar, enskrar knattspyrnu og þessa félags. Það eru miklar kröfur gerðar og hefur mér verið afar vel tekið hjá félaginu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×