Enski boltinn

Létt hjá Reading

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ívar Ingimarsson í leik með Reading.
Ívar Ingimarsson í leik með Reading. Nordic Photos / Getty Images
Reading vann 4-0 sigur á Watford í ensku B-deildinni í kvöld og endurheimtu þar með annað sæti deildarinnar.

Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu.

Chris Armstrong, Noel Hunt, Kevin Doyle og Leroy Lita skoruðu mörk Reading í kvöld.

Reading er með 51 stig eftir 26 leiki í öðru sæti deildarinnar, rétt eins og Birmingham. Wolves er á toppnum með 58 stig.

Watford er í nítjándi sæti deildarinnar með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×