Erlent

Japanar fylgjast með úrgangslosun um gervitungl

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Jaxa.jp

Japanska umhverfisráðuneytið hefur nú tekið í notkun gervitungl til að hafa auga með ólöglegri losun ýmiss konar iðnaðarúrgangs á strjálbýlli svæðum landsins.

Tunglið var upphaflega smíðað með kortagerð í huga og getur tekið mjög nákvæmar myndir, jafnvel af hlutum sem eru rétt um tveir metrar í þvermál. Eftirlitið er því ekki ókeypis og kostar hver mynd sem tunglið tekur jafnvirði 270.000 króna. Þau fyrirtæki sem staðin eru að verki þurfa að funda með fulltrúum síns sveitarfélags og þiggja ráðgjöf um úrgangslosun sem vitanlega er ekki látin í té ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×