Innlent

Ágóði af síldinni til ÍBV

Nú liggur fyrir að ágóðinn af síldveiðinni í Vestmannaeyjahöfn í fyrradag rennur til knattspyrnuliðs ÍBV, en brúttóverðmætið er líklega um fimmtán milljónir króna. Eins og við sögðum frá í gær lagði vinnslustöðin til fiskiskipið Kap til veiðanna, áhöfnin veiddi í sjálfboðavinnu og Vinnslustöðin ætlar ekki að rukka fyrir bræðsluna á aflanum, sem var um 550 tonn. Heimamenn segja að tiltækið hafi hresst vel upp á bæjarbraginn og er ekki útilokað að frekari veiði verði reynd í höfninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×