Innlent

Varast skal pólitískar stöðuveitingar

Skýrslan var kynnt í Valhöll í dag.
Skýrslan var kynnt í Valhöll í dag.

Í skýrslu Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem birt var í dag segir að flokknum hafi verið legið á hálsi að hafa staðið fyrir pólitískum stöðuveitingum. Því verði flokkurinn að taka af skarið og heita því og sjá til þess að opinberar stöðuveitingar verði ákveðnar á faglegum og hlutlægum grundvelli. Þá segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að beita sér fyrir því að skera á tengsl stjórnmálaflokka, ríkisstofnana og viðskiptabanka.

Þá segir einnig í skýrslunni að það skjóti skökku við að á ríflega 100 dögum eftir eitt mesta efnahagshrun vestræns ríkis á friðartímum hafi enginn verið kallaður til ábyrgðar af hálfu Sjálfstæðisflokksins.

„Þau skilaboð til þjóðarinnar, að enginn beri pólitíska ábyrgð er röng. Hér dugir séríslensk skilgreining á pólitískri ábyrgð ekki. Pólitísk ábyrgð snýst ekki um að kjörinn fulltrúi eigi að sitja sem fastast þrátt fyrir mistök hans sjálfs eða undirmanna, heldur hið gagnstæða. Að standa upp og fara þegar áföll verða þótt engin lög hafi verið brotin af viðkomandi er siður sem þarf að komast inn í íslenska stjórnmálahefð. Menn þurfa að láta framtíðarhagsmuni njóta vafans og ekki láta sína persónu vera fyrir."

Einnig kemur fram að rétt hefði verið að huga sérstaklega að því að styrkja efnahagsbrotadeild lögreglunnar samhliða miklum vexti fjármálageirans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×