Innlent

Ráðherra hefur spurningar um einkasjúkrahús

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vill fá því svarað hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að verða bakhjarl einkasjúkrahúss fyrir erlenda sjúklinga, sem áformað er á Suðurnesjum.

Á Keflavíkurflugvelli stendur autt tiltölulega nýlegt hersjúkrahús og skurðstofur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík eru vannýttar. Eins og fram kom á Stöð 2 fyrir tveimur vikum vinna sveitarfélögin á Suðurnesjum nú í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga, þeirra á meðal Róbert Wessman, að því að nýta húsakynnin undir heilsutengda ferðaþjónustu, sem sagt að flytja inn erlenda sjúklinga til læknismeðferðar.

Heilbrigðisráðherra hefur ýmsa fyrirvara. Ráðherrann segir öllum frjálst að setja upp einkasjúkrahús en spyr hvort ætlast sé til að Landspítalinn verði gjörgæslan, til dæmis ef eittthvað fer úrskeiðis í aðgerð á offitusjúklingi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×