Innlent

Forseti boðar Ingibjörgu og Steingrím á Bessastaði

Forseti Íslands hefur boðað formann Samfylkingarinnar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og formann Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs Steingrím J. Sigfússon til fundar á Bessastöðum í dag klukkan ellefu.

Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að forsetinn muni að loknum fundinum hugsanlega ræða við fréttamenn.

Búist er við því að Ólafur Ragnar Grímsson forseti muni í dag afhenda Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, umboð til stjórnarmyndunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×